„Ég er sá sem getur fellt hann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2025 11:03 Trump og Epstein voru góðir kunningjar á tímabili en svo virðist hafa slitnað upp úr á milli þeirra, mögulega vegna fasteignaviðskipta. Getty/Andrew Harnik Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Johnson, sem er á móti frumvarpinu, neyðist til að taka það á dagskrá eftir að hann greiddi loks fyrir því að Adelita Grijalva, þingmaður Demókrataflokksins, gæti svarið embættiseið sinn. Grijalva var kjörin á þing fyrir sjö vikum síðan en Johnson frestað því að láta hana sverja embættiseiðinn, líklega vegna þess að hún hafði gefið út að hún væri fylgjandi birtingu Epstein-skjalanna. Að henni meðtalinni hafa nú 218 þingmenn óskað eftir atkvæðagreiðslu um frumvarpið, sem er sá fjöldi sem þarf til að komast framhjá dagskrárvaldi Johnson sem þingforseta. Allt bendir þannig til þess að mikið magn upplýsinga sem yfirvöld hafa safnað um auðjöfurinn og kynferðisbrotamanninn Epstein verði birt á næstu misserum. Raunar var skrúfað frá krananum í gær, þegar Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúardeildarinnar birtu tölvupóstsamskipti milli Epstein og Ghislaine Maxwell annars vegar og Epstein og blaðamannsins Michael Wolff hins vegar. Repúblikanar brugðust við „lekanum“ með því að birta yfir 20 þúsund síður af gögnum tengdum Epstein, meðal annars fleiri tölvupósta og önnur skilaboð. Þar kennir ýmissa grasa. Andrésar þáttur Mountbatten-Windsor „Ég höndla ekki meira af þessu,“ sagði Andrés Mountbatten-Windsor, fyrrverandi prins og hertogi af Jórvík, í tölvupósti þegar honum var gert viðvart um að Mail on Sunday hygðist fjalla um tengsl hans við Epstein og Maxwell og meint kynlífssvall hans. Svo virðist sem Mail on Sunday hafi beint fyrirspurn til Maxwell í tengslum við umfjöllunina, sem áframsendi hana á Epstein og svo til Andrésar. Umfjöllunin virðist hafa varðað Virginiu Giuffre, að minnsta kosti eru lýsingarnar sem talað var um í tölvupóstinum svo til samhljóða lýsingum hennar af samskiptum hennar og Andrésar. Þar er meðal annars greint frá því að Maxwell hafi skipað umræddri stúlku að stunda kynlíf með Andrési og þá hafi stúlkunni einnig verið skipað að taka þátt í hópkynlífi með Andrési og fleirum á eyju Epstein í Karabíska hafinu. Mail on Sunday sendi tölvupóstinn í mars 2011. „Hvað er þetta?“ virðist Andrés hafa svarað Epstein, þegar hann áframsendi póstinn frá fjölmiðlinum. „Ég veit ekkert um þetta! Þú verður að SEGJA það, vinsamlegast. Þetta hefur EKKERT með mig að gera. Ég höndla ekki meira af þessu.“ Síðar á árinu, í júlí 2011, á Epstein í tölvupóstsamskiptum við blaðamann, þar sem hann virðist vísa til myndarinnar víðfrægu af Andrési og Giuffre. Andrés neitaði í viðtali við Newsnight árið 2019 að hafa nokkurn tímann hitt Giuffre og sagði myndina mögulega falsaða. Rússarnir, Jagland og Summers „Ég held að þú ættir að stinga því að við Pútín að Lavrov getur öðlast innsýn með því að ræða við mig,“ sagði Epstein í tölvupósti til Thorbjörn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og þáverandi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, sumarið 2018. Orðin voru rituð mánuði áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Vladimir Rússlandsforseta í Helsinki í Finnlandi. Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands. Í tölvupóstsamskiptunum milli Epstein og Jagland ýjar fyrrnefndi að því að hann hafi áður átt samtöl um Trump við Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, sem lést árið 2017. „Churkin var frábær,“ sagði Epstein. „Hann skildi Trump eftir samtöl okkar. Þetta er ekki flókið. Það verður að láta þetta líta út eins og hann sé að fá eitthvað, svo einfalt er það.“ Ef marka má tölvupósta Epstein virðist hann hafa litið á sjálfan sig sem nokkurs konar Trump-hvíslara en þeir leiða líka í ljós að Epstein fylgdist vel með Trump, högum hans og ferðum. „Hafa Rússarnir eitthvað á Trump? Dagurinn í dag var hræðilegur, meira að segja fyrir hann,“ skrifaði Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bill Clinton og efnahagsráðgjafi Barack Obama, í tölvupósti til Epstein daginn sem Trump og Pútín funduðu í Helsinki. Epstein svaraði að líklega teldi Trump fundinn hafa farið vel og að honum hefði tekist að hrífa Pútín með sér. „Hann gerir sér ekki grein fyrir hinu táknræna. Hann hefur ekki hugmynd þegar kemur að flestum hlutum,“ sagði Epstein. „Á jaðrinum að vera geðveikur“ Epstein átti í tölvupóstsamskiptum við fleiri þekkta einstaklinga, svo sem Steve Bannon og milljarðamæringinn Tom Pritzker. Stundum voru samskiptin á afar vinalegum nótum en Epstein og Summers virðast meðal annars hafa rætt ástarmál síðarnefnda. Trump kemur víða við sögu, meðal annars í samtali við kaupsýslumanninn Ahmed bin Sulayem. Sulayem spurði Epstein meðal annars að því hvort hann ætti að þiggja boð um að vera viðstaddur fyrstu innsetningarathöfn Trump og hvort hann teldi að hann myndi fá að tækifæri til þess að taka í höndina á forsetanum. Vísir greindi frá því í gær að fram hefði komið í tölvupóstunum sem Demókratar birtu að Trump hefði varið mörgum klukkustundum með einum af þolendum Epstein, á heimili síðarnefnda. Þá sagði Epstein í pósti til Maxwell að hún þyrfti að gera sér grein fyrir því að Trump væri „hundurinn sem hefði ekki gelt“, það er að segja að böndin hefðu ekki enn borist að honum. Epstein sendi blaðamanni hjá New York Times tölvupóst í desember árið 2015 og bauð honum myndir af Trump og „stúlkum í bikiní“ í eldhúsinu hjá sér. Þá sagði hann blaðamanninum frá því að Trump hefði einu sinni verið svo upptekinn af því að stara á ungar konur í sundlaug að hann hefði labbað á glerhurð. Þá kallaði Epstein Trump „á jaðrinum að vera geðveikur“ í einum af samskiptum sínum við Summers en hrósaði jafnframt úthaldi hans og getu til að standa af sér árásir. Meðal síðustu skilaboðana eru textaskilaboð milli Epstein og ónefnds kunninga frá því seint á árinu 2018, þegar greint var frá því að þáverandi vinnumálaráðherra Trump hefði undirritað samkomulag við Epstein árið 2008, þar sem síðarnefndi fékk vægan dóm við alvarlegum brotum. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í kjölfarið að ráðist yrði í rannsókn á Epstein. „Þeir eru í raun bara að reyna að taka Trump niður og gera allt sem þeir geta til þess,“ sagði Epstein um atburðarásina. „Það er ótrúlegt, þar sem ég er sá sem getur fellt hann.“ Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Johnson, sem er á móti frumvarpinu, neyðist til að taka það á dagskrá eftir að hann greiddi loks fyrir því að Adelita Grijalva, þingmaður Demókrataflokksins, gæti svarið embættiseið sinn. Grijalva var kjörin á þing fyrir sjö vikum síðan en Johnson frestað því að láta hana sverja embættiseiðinn, líklega vegna þess að hún hafði gefið út að hún væri fylgjandi birtingu Epstein-skjalanna. Að henni meðtalinni hafa nú 218 þingmenn óskað eftir atkvæðagreiðslu um frumvarpið, sem er sá fjöldi sem þarf til að komast framhjá dagskrárvaldi Johnson sem þingforseta. Allt bendir þannig til þess að mikið magn upplýsinga sem yfirvöld hafa safnað um auðjöfurinn og kynferðisbrotamanninn Epstein verði birt á næstu misserum. Raunar var skrúfað frá krananum í gær, þegar Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúardeildarinnar birtu tölvupóstsamskipti milli Epstein og Ghislaine Maxwell annars vegar og Epstein og blaðamannsins Michael Wolff hins vegar. Repúblikanar brugðust við „lekanum“ með því að birta yfir 20 þúsund síður af gögnum tengdum Epstein, meðal annars fleiri tölvupósta og önnur skilaboð. Þar kennir ýmissa grasa. Andrésar þáttur Mountbatten-Windsor „Ég höndla ekki meira af þessu,“ sagði Andrés Mountbatten-Windsor, fyrrverandi prins og hertogi af Jórvík, í tölvupósti þegar honum var gert viðvart um að Mail on Sunday hygðist fjalla um tengsl hans við Epstein og Maxwell og meint kynlífssvall hans. Svo virðist sem Mail on Sunday hafi beint fyrirspurn til Maxwell í tengslum við umfjöllunina, sem áframsendi hana á Epstein og svo til Andrésar. Umfjöllunin virðist hafa varðað Virginiu Giuffre, að minnsta kosti eru lýsingarnar sem talað var um í tölvupóstinum svo til samhljóða lýsingum hennar af samskiptum hennar og Andrésar. Þar er meðal annars greint frá því að Maxwell hafi skipað umræddri stúlku að stunda kynlíf með Andrési og þá hafi stúlkunni einnig verið skipað að taka þátt í hópkynlífi með Andrési og fleirum á eyju Epstein í Karabíska hafinu. Mail on Sunday sendi tölvupóstinn í mars 2011. „Hvað er þetta?“ virðist Andrés hafa svarað Epstein, þegar hann áframsendi póstinn frá fjölmiðlinum. „Ég veit ekkert um þetta! Þú verður að SEGJA það, vinsamlegast. Þetta hefur EKKERT með mig að gera. Ég höndla ekki meira af þessu.“ Síðar á árinu, í júlí 2011, á Epstein í tölvupóstsamskiptum við blaðamann, þar sem hann virðist vísa til myndarinnar víðfrægu af Andrési og Giuffre. Andrés neitaði í viðtali við Newsnight árið 2019 að hafa nokkurn tímann hitt Giuffre og sagði myndina mögulega falsaða. Rússarnir, Jagland og Summers „Ég held að þú ættir að stinga því að við Pútín að Lavrov getur öðlast innsýn með því að ræða við mig,“ sagði Epstein í tölvupósti til Thorbjörn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og þáverandi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, sumarið 2018. Orðin voru rituð mánuði áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Vladimir Rússlandsforseta í Helsinki í Finnlandi. Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands. Í tölvupóstsamskiptunum milli Epstein og Jagland ýjar fyrrnefndi að því að hann hafi áður átt samtöl um Trump við Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, sem lést árið 2017. „Churkin var frábær,“ sagði Epstein. „Hann skildi Trump eftir samtöl okkar. Þetta er ekki flókið. Það verður að láta þetta líta út eins og hann sé að fá eitthvað, svo einfalt er það.“ Ef marka má tölvupósta Epstein virðist hann hafa litið á sjálfan sig sem nokkurs konar Trump-hvíslara en þeir leiða líka í ljós að Epstein fylgdist vel með Trump, högum hans og ferðum. „Hafa Rússarnir eitthvað á Trump? Dagurinn í dag var hræðilegur, meira að segja fyrir hann,“ skrifaði Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bill Clinton og efnahagsráðgjafi Barack Obama, í tölvupósti til Epstein daginn sem Trump og Pútín funduðu í Helsinki. Epstein svaraði að líklega teldi Trump fundinn hafa farið vel og að honum hefði tekist að hrífa Pútín með sér. „Hann gerir sér ekki grein fyrir hinu táknræna. Hann hefur ekki hugmynd þegar kemur að flestum hlutum,“ sagði Epstein. „Á jaðrinum að vera geðveikur“ Epstein átti í tölvupóstsamskiptum við fleiri þekkta einstaklinga, svo sem Steve Bannon og milljarðamæringinn Tom Pritzker. Stundum voru samskiptin á afar vinalegum nótum en Epstein og Summers virðast meðal annars hafa rætt ástarmál síðarnefnda. Trump kemur víða við sögu, meðal annars í samtali við kaupsýslumanninn Ahmed bin Sulayem. Sulayem spurði Epstein meðal annars að því hvort hann ætti að þiggja boð um að vera viðstaddur fyrstu innsetningarathöfn Trump og hvort hann teldi að hann myndi fá að tækifæri til þess að taka í höndina á forsetanum. Vísir greindi frá því í gær að fram hefði komið í tölvupóstunum sem Demókratar birtu að Trump hefði varið mörgum klukkustundum með einum af þolendum Epstein, á heimili síðarnefnda. Þá sagði Epstein í pósti til Maxwell að hún þyrfti að gera sér grein fyrir því að Trump væri „hundurinn sem hefði ekki gelt“, það er að segja að böndin hefðu ekki enn borist að honum. Epstein sendi blaðamanni hjá New York Times tölvupóst í desember árið 2015 og bauð honum myndir af Trump og „stúlkum í bikiní“ í eldhúsinu hjá sér. Þá sagði hann blaðamanninum frá því að Trump hefði einu sinni verið svo upptekinn af því að stara á ungar konur í sundlaug að hann hefði labbað á glerhurð. Þá kallaði Epstein Trump „á jaðrinum að vera geðveikur“ í einum af samskiptum sínum við Summers en hrósaði jafnframt úthaldi hans og getu til að standa af sér árásir. Meðal síðustu skilaboðana eru textaskilaboð milli Epstein og ónefnds kunninga frá því seint á árinu 2018, þegar greint var frá því að þáverandi vinnumálaráðherra Trump hefði undirritað samkomulag við Epstein árið 2008, þar sem síðarnefndi fékk vægan dóm við alvarlegum brotum. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í kjölfarið að ráðist yrði í rannsókn á Epstein. „Þeir eru í raun bara að reyna að taka Trump niður og gera allt sem þeir geta til þess,“ sagði Epstein um atburðarásina. „Það er ótrúlegt, þar sem ég er sá sem getur fellt hann.“
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira