Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 12:13 Meðferðarheimilið Stuðlar er til húsa í Grafarvoginum í Reykjavík. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“ Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“
Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira