Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 20:24 Flokkur fólksins var harðlega gagnrýndur í vetur fyrir að hafa í nokkur ár þegið styrki sem stjórnmálasamtök án þess að vera skráð sem slík. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður flokksins. Vísir/Lýður Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum.
Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira