Innlent

Grunaður um að aka undir á­hrifum með börnin aftur í

Agnar Már Másson skrifar
Lögregla hafði samband við Barnavernd. Mynd úr safni.
Lögregla hafði samband við Barnavernd. Mynd úr safni. Vísir/vilhelm

Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nánari upplýsingar koma ekki fram aðrar en að málið heyri undir Lögreglustöð 4, sem sinnir málum austan Elliðaáa; í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.

Í sama umdæmi var lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps en þar hafði bifreið verið ekið á aðra kyrrstæða bifreið á bílastæði. Samkvæmt tilkynnanda var ökumaður að reyna komast í burtu af vettvangi ásamt farþega bifreiðarinnar. Lögregla handtók skömmu síðar mennina tvo og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna málsins, segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×