Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2025 22:59 Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar