Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 17:55 Neyðarkallinn í ár er til heiðurs Sigurði Kristófer. Landsbjörg Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“ Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Félagasamtök Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“
Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Félagasamtök Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira