Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2025 06:48 Hæstiréttur mun að öllum líkindum kveða upp dóm í síðasta vaxtamálinu snemma á næsta ári. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. Gríðarleg óvissa hefur verið uppi á lánamarkaði frá því að Hæstiréttur dæmdi tiltekna skilmála Íslandsbanka ólögmæta þann 14. október síðastliðinn. Síðan þá hafa flestar lánastofnanir gert breytingar á lánaframboði sínu, ýmist tímabundnar eða varanlegar. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir til þess að létta á óvissu varðandi verðtryggð lán, með því að koma því til leiðar að Seðlabankinn birti vaxtaviðmið tengt vöxtum á ríkisskuldabréfum. Fasteignasalar og fulltrúar verktakafyrirtækja hafa lýst því yfir að söguleg óvissa ríki á fasteignamarkaði vegna lánamála og ekki verði búið við ástandið til lengdar. Næsti dómur í desember Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Þrjú önnur mál sem neytendur höfðuðu á hendur bönkunum, með fulltingi Neytendasamtakanna og varða skilmála bankanna, bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Með því verður leyst úr álitamálum varðandi verðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er að segja af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Mál varðandi viðbótarlán næst Í fyrradag birtust tvö mál á dagskrá Hæstaréttar. Það fyrra er á dagskrá þann 3. desember og er höfðað af tveimur lántakendum á hendur Landsbankanum. Það varðar óverðtryggt viðbótarlán með breytilegum vöxtum og í því er deilt um sambærilega skilmála og í máli neytenda á hendur Íslandsbanka. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi bankanum í vil í mars síðastliðnum, einkum með vísan til þess að vextirnir sem lántakendur greiddu voru aldrei hærri en upphafsvextir miðað við lánasamninginn. Þannig nýtti bankinn sér aldrei umdeilda skilmála til þess að hækka vextina. Hæstiréttur veitti lántakendunum áfrýjunarleyfi til réttarins í byrjun júní, án þess að málið væri tekið fyrir í Landsrétti. Miðað við sömu forsendur og raktar voru hér að ofan rennur frestur Hæstaréttar til þess að kveða upp dóm í málinu á gamlársdag. Dómur í síðasta málinu snemma á nýju ári Loks er mál tveggja lántakenda á hendur Landsbankanum á dagskrá þann 8. desember. Í því er deilt um skilmála tveggja verðtryggða skuldabréfa sem gefin voru út árið 2006 til forvera Landsbankans, til þess að gera upp skuld vegna yfirdráttar. Landsbankinn var í héraði dæmdur til að endurgreiða lántakendum rúmlega 100 þúsund krónur hvorum um sig en Landsréttur sýknaði bankann. Rétturinn taldi það ekki hafa verið ósanngjarnt af bankanum að bera fyrir sig skilmála um vaxtabreytingar, þar sem að vextir hefði iðullega verið lægri en upphafsvextir. Ganga má út frá því að dómur í málinu gangi eigi síðar en þann 5. janúar næstkomandi. Þá mun öllum vaxtamálum Neytendasamtakanna vera lokið. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar. Dómsmál Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. 1. nóvember 2025 22:03 Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn 1. nóvember 2025 14:02 Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. 31. október 2025 16:16 Tilkynna breytingar á lánaframboði Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. 30. október 2025 15:46 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Gríðarleg óvissa hefur verið uppi á lánamarkaði frá því að Hæstiréttur dæmdi tiltekna skilmála Íslandsbanka ólögmæta þann 14. október síðastliðinn. Síðan þá hafa flestar lánastofnanir gert breytingar á lánaframboði sínu, ýmist tímabundnar eða varanlegar. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir til þess að létta á óvissu varðandi verðtryggð lán, með því að koma því til leiðar að Seðlabankinn birti vaxtaviðmið tengt vöxtum á ríkisskuldabréfum. Fasteignasalar og fulltrúar verktakafyrirtækja hafa lýst því yfir að söguleg óvissa ríki á fasteignamarkaði vegna lánamála og ekki verði búið við ástandið til lengdar. Næsti dómur í desember Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Þrjú önnur mál sem neytendur höfðuðu á hendur bönkunum, með fulltingi Neytendasamtakanna og varða skilmála bankanna, bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Með því verður leyst úr álitamálum varðandi verðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er að segja af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Mál varðandi viðbótarlán næst Í fyrradag birtust tvö mál á dagskrá Hæstaréttar. Það fyrra er á dagskrá þann 3. desember og er höfðað af tveimur lántakendum á hendur Landsbankanum. Það varðar óverðtryggt viðbótarlán með breytilegum vöxtum og í því er deilt um sambærilega skilmála og í máli neytenda á hendur Íslandsbanka. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi bankanum í vil í mars síðastliðnum, einkum með vísan til þess að vextirnir sem lántakendur greiddu voru aldrei hærri en upphafsvextir miðað við lánasamninginn. Þannig nýtti bankinn sér aldrei umdeilda skilmála til þess að hækka vextina. Hæstiréttur veitti lántakendunum áfrýjunarleyfi til réttarins í byrjun júní, án þess að málið væri tekið fyrir í Landsrétti. Miðað við sömu forsendur og raktar voru hér að ofan rennur frestur Hæstaréttar til þess að kveða upp dóm í málinu á gamlársdag. Dómur í síðasta málinu snemma á nýju ári Loks er mál tveggja lántakenda á hendur Landsbankanum á dagskrá þann 8. desember. Í því er deilt um skilmála tveggja verðtryggða skuldabréfa sem gefin voru út árið 2006 til forvera Landsbankans, til þess að gera upp skuld vegna yfirdráttar. Landsbankinn var í héraði dæmdur til að endurgreiða lántakendum rúmlega 100 þúsund krónur hvorum um sig en Landsréttur sýknaði bankann. Rétturinn taldi það ekki hafa verið ósanngjarnt af bankanum að bera fyrir sig skilmála um vaxtabreytingar, þar sem að vextir hefði iðullega verið lægri en upphafsvextir. Ganga má út frá því að dómur í málinu gangi eigi síðar en þann 5. janúar næstkomandi. Þá mun öllum vaxtamálum Neytendasamtakanna vera lokið. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar.
Dómsmál Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. 1. nóvember 2025 22:03 Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn 1. nóvember 2025 14:02 Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. 31. október 2025 16:16 Tilkynna breytingar á lánaframboði Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. 30. október 2025 15:46 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. 1. nóvember 2025 22:03
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn 1. nóvember 2025 14:02
Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. 31. október 2025 16:16
Tilkynna breytingar á lánaframboði Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. 30. október 2025 15:46