Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 11:02 Ég heimsótti nýlega vöruhús UNICEF í Ashdod, nokkra kílómetra norður af Gasa. Þar fékk ég innsýn í óhugnanlegan raunveruleika, sem eru allar hindranirnar á flutningi og dreifingu hjálpargagna inn á Gasa. Það er rétt að halda því til haga áður en lengra er haldið að alþjóðleg mannúðarlög kveða skýrt á um rétt óbreyttra borgara til mannúðaraðstoðar í stríði. Óbreyttir borgarar eiga ekki að vera skotnir, sveltir eða sviptir aðgengi að þjónustu og nauðþurftum sem þarf til lífs og mannlegrar reisnar þrátt fyrir að vopnuð átök sem þeir eiga enga aðkomu að geisi í kringum þá. Það er fyrir löngu búið að festa það í lög og þeim lögum hefur ekki verið breytt. Þá er sérstaklega kveðið á um vernd barna í stríði í Barnasáttmálanum, sem hartnær öll ríki heims hafa undirritað og fullgilt. Fyrst skulum við líta á hvernig staðið er í vegi fyrir því að gögn séu pöntuð yfir höfuð. Ísraelar krefjast þess að öll hjálpargögn sem flutt eru inn standist ísraelskar öryggiskröfur og gæðastaðla. Ítarlegrar lýsingar er krafist fyrir hvern hlut, framleiðendur eru rýndir, jafnvel heimsóttir, áður en nokkur hreyfing er á pappírunum og svo geta kröfurnar og staðlarnir breyst skyndilega, án útskýringa og með afturvirkni, þannig að vörur sem hafa þegar lagt úr höfn eru ekki lengur í lagi. Dæmi um erfiðleika við að fá vörur samþykktar eru tjöldin sem ætluð eru sem bráðabirgðaheimili fyrir fjölskyldur sem eiga ekkert. Striginn í tjöldunum er í lagi en ekki tjaldstangirnar. Þar sem þær eru úr málmi (til að tjöldin tolli uppi) þá eru ótal tilefni til að hafna innflutningi þeirra af „öryggisástæðum“ en án nokkurra frekari útskýringa eða leiðbeininga um hvernig þær mættu vera öðruvísi til að standast skoðun. Það kemur bara „nei“. Þá á eftir að tollafgreiða vörurnar og þar taka við frekari tafir. Hvort vörurnar losni úr tolli, hratt eða nokkurn tímann, er alls óljóst, jafnvel þó varningurinn hafi staðist ofangreinda skoðun. Þannig voru hitakassar fyrir nýbura á Gasa fastir í tollinum svo mánuðum skipti og 14 gámar af skólagögnum, sem pantaðir voru með hraði í vopnahléinu fyrr á þessu ári því börnin á Gasa hafa ekki komist í skóla frá upphafi stríðsins, höfðu enn ekki verið losaðir úr tolli þegar ég heimsótti vöruhúsið í lok október. Engin útskýring er gefin fyrir þessum töfum í tollinum. Þess má þó geta að ástæðan sem gefin er af ísraelskum stjórnvöldum fyrir því að skólagögnum, leikföngum og spilum er ekki enn hleypt inn á svæðið, þrátt fyrir vopnahléið sem nú er í gildi, er sú að ekki sé um að ræða lífsbjargandi mannúðargögn. Hversu kaldrifjað er það að segja að börnin á Gasa - börn sem hafa verið sprengd, skotin, svelt, svipt fjölskyldu, heimili og útlimum, langþjáð af fyrirbyggjanlegum sjúkdómum og vosbúð – þurfi ekki að læra og leika sér? Hver segir að það sé ekki lífsspursmál fyrir þau? Þegar vörur hafa verið samþykktar og tollafgreiddar tekur við enn einn leikurinn í þessu slönguspili grimmdar og vonar. Fá vörurnar afgreiðslu inn á Gasa? Þó grænt ljós sé gefið á sendingu gagna inn á svæðið þá er margt sem enn getur stoppað ferðina. Allar vörur þarf að skanna (enn á ný) og þegar þetta er skrifað þá er bara einn inngangur inn á svæðið opinn með skanna, á suðurenda Gasa. Vöruhús UNICEF og fleiri mannúðaraðila er við helsta hafnarsvæðið í Ísrael sem er við norðurlandamæri Gasa, þar sem einnig er landamærastöð sem hægt væri að nota ef hún væri höfð opin. Sú landamærastöð sem þó er opin lokar alla jafna á slaginu 15:00 og þeir bílar sem ekki náðu að fá afgreiðslu fyrir þann tíma þurfa að reyna aftur síðar, jafnvel þó þeir séu með kælivörur. Þá getur ennþá komið synjun á sendinguna – ávallt án útskýringar – þegar þangað er komið. Fái varan afgreiðslu þá þarf að taka allar vörurnar út úr flutningabílunum og hlaða á bíla með opnum palli (engin ástæða gefin fyrir því vinnulagi) svo vörurnar hristast og detta af þegar keyrt er með þær í gegnum sundursprengt landslagið á Gasa. Það er víst gríðarstórt landslag þakið hveiti sem tekur við þegar keyrt er inn á svæðið, svo stórt að það sést á gervihnattarmyndum, því hveitið hrinur af bílunum sem hristast og hossast með það í flutningum. Þetta er á einskismannslandi og því er fólk skotið ef það fer nálægt svæðinu – og þarna geisar hungursneyð. Ísraelski herinn stjórnar því hvaða leiðir megi fara með hjálpargögnin inn á svæðið og iðulega leggur hann til torfarnar og hættulegar leiðir inn á svæðið þó aðrir greiðfærari og öruggari vegir séu í boði. Eitt sinn þrefaði starfsfólk UNICEF við herinn í 36 klukkutíma um að fá að fara betri leið inn á svæðið því þau vissu að þau yrðu rænd ef þau færu leiðina sem var gefin. Að endingu gáfust þau upp og komust á leiðarenda með hálfan farm. Hinum helmingnum var rænt á leiðinni. Þessi frásögn er vitnisburður um þrautseigjuna sem það krefst að tryggja að börnin á Gasa njóti réttinda sinna til lífs, þroska, verndar og menntunar. Starfsfólk og samstarfsaðilar UNICEF sem ég kynntist í ferðinni var hvert og eitt staðráðið, af ásetningi og ástríðu, að gefast ekki upp þrátt fyrir súrrealískt grimmilegar aðstæður. Þau vildu líka að við segðum frá svo fólk vissi hvað við er að etja. Ég og annað starfsfólk UNICEF á Íslandi, Heimsforeldrar og aðrir styrktaraðilar stöndum stolt vaktina með þeim – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heimsótti nýlega vöruhús UNICEF í Ashdod, nokkra kílómetra norður af Gasa. Þar fékk ég innsýn í óhugnanlegan raunveruleika, sem eru allar hindranirnar á flutningi og dreifingu hjálpargagna inn á Gasa. Það er rétt að halda því til haga áður en lengra er haldið að alþjóðleg mannúðarlög kveða skýrt á um rétt óbreyttra borgara til mannúðaraðstoðar í stríði. Óbreyttir borgarar eiga ekki að vera skotnir, sveltir eða sviptir aðgengi að þjónustu og nauðþurftum sem þarf til lífs og mannlegrar reisnar þrátt fyrir að vopnuð átök sem þeir eiga enga aðkomu að geisi í kringum þá. Það er fyrir löngu búið að festa það í lög og þeim lögum hefur ekki verið breytt. Þá er sérstaklega kveðið á um vernd barna í stríði í Barnasáttmálanum, sem hartnær öll ríki heims hafa undirritað og fullgilt. Fyrst skulum við líta á hvernig staðið er í vegi fyrir því að gögn séu pöntuð yfir höfuð. Ísraelar krefjast þess að öll hjálpargögn sem flutt eru inn standist ísraelskar öryggiskröfur og gæðastaðla. Ítarlegrar lýsingar er krafist fyrir hvern hlut, framleiðendur eru rýndir, jafnvel heimsóttir, áður en nokkur hreyfing er á pappírunum og svo geta kröfurnar og staðlarnir breyst skyndilega, án útskýringa og með afturvirkni, þannig að vörur sem hafa þegar lagt úr höfn eru ekki lengur í lagi. Dæmi um erfiðleika við að fá vörur samþykktar eru tjöldin sem ætluð eru sem bráðabirgðaheimili fyrir fjölskyldur sem eiga ekkert. Striginn í tjöldunum er í lagi en ekki tjaldstangirnar. Þar sem þær eru úr málmi (til að tjöldin tolli uppi) þá eru ótal tilefni til að hafna innflutningi þeirra af „öryggisástæðum“ en án nokkurra frekari útskýringa eða leiðbeininga um hvernig þær mættu vera öðruvísi til að standast skoðun. Það kemur bara „nei“. Þá á eftir að tollafgreiða vörurnar og þar taka við frekari tafir. Hvort vörurnar losni úr tolli, hratt eða nokkurn tímann, er alls óljóst, jafnvel þó varningurinn hafi staðist ofangreinda skoðun. Þannig voru hitakassar fyrir nýbura á Gasa fastir í tollinum svo mánuðum skipti og 14 gámar af skólagögnum, sem pantaðir voru með hraði í vopnahléinu fyrr á þessu ári því börnin á Gasa hafa ekki komist í skóla frá upphafi stríðsins, höfðu enn ekki verið losaðir úr tolli þegar ég heimsótti vöruhúsið í lok október. Engin útskýring er gefin fyrir þessum töfum í tollinum. Þess má þó geta að ástæðan sem gefin er af ísraelskum stjórnvöldum fyrir því að skólagögnum, leikföngum og spilum er ekki enn hleypt inn á svæðið, þrátt fyrir vopnahléið sem nú er í gildi, er sú að ekki sé um að ræða lífsbjargandi mannúðargögn. Hversu kaldrifjað er það að segja að börnin á Gasa - börn sem hafa verið sprengd, skotin, svelt, svipt fjölskyldu, heimili og útlimum, langþjáð af fyrirbyggjanlegum sjúkdómum og vosbúð – þurfi ekki að læra og leika sér? Hver segir að það sé ekki lífsspursmál fyrir þau? Þegar vörur hafa verið samþykktar og tollafgreiddar tekur við enn einn leikurinn í þessu slönguspili grimmdar og vonar. Fá vörurnar afgreiðslu inn á Gasa? Þó grænt ljós sé gefið á sendingu gagna inn á svæðið þá er margt sem enn getur stoppað ferðina. Allar vörur þarf að skanna (enn á ný) og þegar þetta er skrifað þá er bara einn inngangur inn á svæðið opinn með skanna, á suðurenda Gasa. Vöruhús UNICEF og fleiri mannúðaraðila er við helsta hafnarsvæðið í Ísrael sem er við norðurlandamæri Gasa, þar sem einnig er landamærastöð sem hægt væri að nota ef hún væri höfð opin. Sú landamærastöð sem þó er opin lokar alla jafna á slaginu 15:00 og þeir bílar sem ekki náðu að fá afgreiðslu fyrir þann tíma þurfa að reyna aftur síðar, jafnvel þó þeir séu með kælivörur. Þá getur ennþá komið synjun á sendinguna – ávallt án útskýringar – þegar þangað er komið. Fái varan afgreiðslu þá þarf að taka allar vörurnar út úr flutningabílunum og hlaða á bíla með opnum palli (engin ástæða gefin fyrir því vinnulagi) svo vörurnar hristast og detta af þegar keyrt er með þær í gegnum sundursprengt landslagið á Gasa. Það er víst gríðarstórt landslag þakið hveiti sem tekur við þegar keyrt er inn á svæðið, svo stórt að það sést á gervihnattarmyndum, því hveitið hrinur af bílunum sem hristast og hossast með það í flutningum. Þetta er á einskismannslandi og því er fólk skotið ef það fer nálægt svæðinu – og þarna geisar hungursneyð. Ísraelski herinn stjórnar því hvaða leiðir megi fara með hjálpargögnin inn á svæðið og iðulega leggur hann til torfarnar og hættulegar leiðir inn á svæðið þó aðrir greiðfærari og öruggari vegir séu í boði. Eitt sinn þrefaði starfsfólk UNICEF við herinn í 36 klukkutíma um að fá að fara betri leið inn á svæðið því þau vissu að þau yrðu rænd ef þau færu leiðina sem var gefin. Að endingu gáfust þau upp og komust á leiðarenda með hálfan farm. Hinum helmingnum var rænt á leiðinni. Þessi frásögn er vitnisburður um þrautseigjuna sem það krefst að tryggja að börnin á Gasa njóti réttinda sinna til lífs, þroska, verndar og menntunar. Starfsfólk og samstarfsaðilar UNICEF sem ég kynntist í ferðinni var hvert og eitt staðráðið, af ásetningi og ástríðu, að gefast ekki upp þrátt fyrir súrrealískt grimmilegar aðstæður. Þau vildu líka að við segðum frá svo fólk vissi hvað við er að etja. Ég og annað starfsfólk UNICEF á Íslandi, Heimsforeldrar og aðrir styrktaraðilar stöndum stolt vaktina með þeim – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun