Innlent

Starfs­maður ríkis­sak­sóknara sagður hafa játað refsi­verð brot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Morgunblaðið fullyrðir að ríkissaksóknari hafi ekkert aðhafst vegna málsins.
Morgunblaðið fullyrðir að ríkissaksóknari hafi ekkert aðhafst vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Kona sem starfar sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum. Hún játaði brot sín við yfirheyrslu en dró játninguna til baka og bar við andlegum erfiðleikum.

Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem segir konuna hafa verið sakaða af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins á konan að hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum.

Morgunblaðið óskaði eftir svörum við nokkrum spurningum frá Sigríði J. Friðjónsdóttur vegna málsins, meðal annars við því hvort það varpaði ekki rýrð á embættið að þar starfaði saksóknari sem hefði játað refsiverð brot.

Sigríður svaraði að sér væri ekki heimilt að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×