Handbolti

Magdeburg skoraði 45 en læri­sveinar Guð­jóns Vals úr leik

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gísli Þorgeir átti beinan þátt í átta mörkum í kvöld.
Gísli Þorgeir átti beinan þátt í átta mörkum í kvöld. Getty/Jürgen Fromme

Þrjú Íslendingalið fóru áfram í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld en eitt féll úr leik.

Magdeburg sótti Grosswalstadt heim í þýska bikarnum og var sigur liðsins aldrei í hættu. Magdeborgarar gátu dreift álaginu vel í sigurleik sem var aldrei í hættu.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur og lagði upp eitt en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú og gaf fimm stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði þá eitt mark og lagði annað upp.

Leiknum lauk 45-27 og Magdeburg komið áfram í næstu umferð.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach eru úr leik eftir 30-27 tap á útivelli fyrir Lemgo. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í 32-30 sigri Melsungen á Elbflorenz og er því kominn áfram.

Blær Hinriksson og félagar hans í Leipzig fór einnig áfram eftir 28-27 sigur á Nordhorn-Lingen. Blær skoraði markið sem réði úrslitum í leiknum og var það eitt af hans þremur í leiknum, auk þess sem hann lagði tvö upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×