Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar 5. nóvember 2025 16:30 Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Ölfus Hjúkrunarheimili Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun