Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 13:09 Bíllinn sem Lukas seldi hinum grunaða er sérútbúinn Nissan Patrol. Aðsend Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga. Fimm karlmenn eru grunaðir um að hafa svikið um 390 milljónir af Landsbankanum og 10 milljónir af Arion banka með því að nýta sér tímabundinn galla hjá Reiknistofu bankanna. Þannig gátu þeir með endurteknum millifærslum hækkað inneign sína í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýttu sumir þeirra peningana í veðmál á netinu en aðrir keyptu sér bíla. Þeir sæta farbanni. Fram kom í sjónvarpsfréttum Sýnar í gær að lögregla hefði lagt hald á fimm bíla við rannsókn málsins en þar á meðal eru glæsikerrur. Heildarvirði bílanna fimm er í kringum fjörutíu milljónir króna. Lukas Pauzuolis, rúmlega þrítugur karlmaður frá Litáen, auglýsti breyttan Nissan Patrol-bíl sinn á 38 tommu dekkjum til sölu á dögunum. Síðastliðinn þriðjudag, þegar snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu, hafði samlandi hans samband og vildi kaupa bílinn. Lukas segist ekki hafa verið sérstaklega spenntur að selja bílinn þennan dag enda allt á kafi í snjó og hann ekki á þeim buxunum að vilja lenda í vandræðum í umferðinni. Hann lét þó tilleiðast. Í basli á sumardekkjum Það kom Lukasi á óvart þegar kaupandinn tjáði honum að hann hefði keypt Teslu á mánudeginum en þar sem hún væri á sumardekkjum væri hann endurtekið að festa sig. Hann hafi því boðist til að borga uppsett verð sem Lukas segir að hafi verið nokkuð yfir markaðsverði enda bíllinn breyttur og flottur. Kaupverðið var fimm milljónir króna og landi hans borgaði 400 þúsund krónur í viðbót fyrir þaktjald og skyggni. Kaupandinn hafi kíkt í vinnuna til Lukasar, þeir gengið frá eigendaskiptum á netinu venju samkvæmt, hann millifært milljónirnar á hann og ekið á brott á jeppanum. Lukas sat svo við sjónvarpið á föstudagskvöld þegar honum barst óvænt tölvupóstur frá Íslandsbanka um tíuleytið. Bankareikningi hans hefði verið læst vegna grunsamlegra millifærslna. Hann þyrfti að útskýra uppruna peninganna. Fyrstu og síðustu samskiptin „Ég var í símanum og sendi þeim til baka eigendaskiptablaðið frá Island.is og útskýringu um að hann hefði haft samband við mig og ég selt honum bíl. Það væru einu samskipti mín við þennan náunga. Þau fyrstu og síðustu,“ segir Lukas. Hann hafi ekki velt málinu mikið fyrir sér um helgina og verið þannig lagað áhyggjulaus. „Ég vissi að allt væri lokað um helgina og bjóst við að reikningurinn yrði opnaður á mánudaginn.“ Hann hafi beðið til hádegis á mánudag en ekkert gerst. Hann hafði samband við bankann og spurst fyrir en ekki getað fengið nein svör. Eina framfærslan í fjölskyldunni „Mér var sagt að ég yrði að bíða eftir svari frá þeim sem væru að rannsaka málið, á Svikavakt Íslandsbanka,“ segir Lukas. Hann hafi hringt aftur í bankann og ýtt á eftir málinu. „Ég þarf að borga reikninga og konan mín er ekki að vinna í augnablikinu. Svo ég er eina framfærslan í fjölskyldunni. Við getum ekki notað neitt af peningum á reikningum okkar,“ bætir Lukas við en hann og kona hans eiga von á barni. „Ég náði að borga leiguna áður en reikningunum var lokað og það er það eina jákvæða.“ Síðustu upplýsingar á mánudeginum hafi verið á þá leið að yfirmenn hjá bankanum væru að skoða málið og haft yrði samband eins fljótt og hægt væri. Það var svo á þriðjudaginn sem Íslandsbanki sendi honum póst og upplýsti að reikningurinn hefði verið lokaður að beiðni lögreglu. Lukas yrði að setja sig í samband við lögreglu og bent á almenna númer lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hafði samband við lögregluna og útskýrði mína stöðu. Allir mínir peningar væru frystir og bað um að fá að ræða við einhvern sem gæti útskýrt málið.“ Á fimmta degi í frosti Fátt hafi verið um svör og þegar Lukas benti á að hann þyrfti að geta komist í reikninga sína og haldið daglegu lífi gangandi hafi svarið verið að ekki væri hægt að aðstoða hann. Hann segist enn engar upplýsingar hafa fengið frá lögreglunni nú á fimmta degi án aðgangs að reikningum sínum hjá Íslandsbanka. Lukas fór að spyrjast fyrir í kringum sig og fannst skrýtið að lögregla væri að skoða þessa millifærslu. Hann hafi spurt landa sína frá Litáen hvort þeir þekktu eitthvað til mannsins sem keypti af honum bílinn. Hvort hann væri flæktur í eitthvað vafasamt. Einn hafi svarað honum að viðkomandi hefði verið handtekinn um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis réðst lögregla í handtökur fyrripart sunnudags eftir að hafa fengið málið á sitt borð í hádeginu á laugardaginn. Rann upp fyrir honum „Þá fór allt að meika sens,“ segir Lukas sem tengdi vesenið sitt við svikin hjá Landsbankanum og Arion banka. Landsbankinn sagði málið hafa komið upp á föstudaginn og þá var millifærsla inn á reikning hans hjá Íslandsbanka fryst. Kaupandinn hefði keypt Teslu á mánudegi og svo jeppa á þriðjudegi. Það geri ekki hver sem er og landi hans ekki litið út fyrir að vera moldríkur. „Hann skoðaði bílinn og sagðist lítast vel á hann, bíllinn hentaði honum vel og hann vildi kaupa hann. Ég sagði honum að ég væri með aukabúnað fyrir ferðalög og hann sagðist hafa gaman af ferðalögum. Sagðist svo ekki geta millifært fyrr en daginn eftir. Ég sagði honum að taka bílinn og hann millifærði daginn eftir. Ég hafði ekki neinar áhyggjur því ég hef selt bíl áður og þetta gekk allt eins og venjulega.“ Lukas segir kaupandann ekki hafa verið sérstaklega grunsamlegan nema að því leyti að hann virtist í flýti að ganga frá kaupunum. „Hann leit út eins og venjulegur náungi sem myndi koma og kaupa bíl. Ég bjóst ekki við neinu öðru, peningurinn var millifærður og allt var eðlilegt. Ég gerði allt samkvæmt reglum. Sagðist hafa unnið í netspilavítum Lukas hafi þó verið forvitinn um þennan mikla bílakaupanda og spurt hann við hvað hann starfaði, nýr eigandi Teslu og jeppa sem var alls ekki ódýr. „Hann sagðist hafa unnið peninga í spilavítum á netinu og væri að eyða þeim peningum í bíla. Allir þessir litlu hlutir röðuðust saman og þá meikar fullkominn sens að hann sé tengdur þessu máli.“ Eftir situr Lukas sem þarf að geta greitt reikninga eins og aðrir en nóvember gekk í garð liðna helgi. Reikningar fyrir bílatryggingum, síma, líftryggingu og fleira bíða hans. „Ég er eina framfærslan og við þurfum að kaupa mat og bensín á bílinn. Ég fékk lánaðan pening hjá vini mínum, það er eina leiðin,“ segir Lukas og harmar að hafa dregist inn í málið sem hafi haft slæm áhrif á hann. „Vinnuveitandi minn gæti borgað mér laun fyrirfram en getur ekki lagt inn á mig því reikningarnir eru lokaðir,“ bætir Lukas við. Betri helmingurinn stressaður „Ég verð stressaður, konan mín verður stressuð og það er ekki heilbrigt fyrir hana. Maður er kvíðinn því maður bíður eftir næsta degi og þú veist ekki hvað þú átt að gera því reikningarnir eru lokaðir,“ segir Lukas. Eðlilegt væri að lögreglan frysti peningana sem séu til rannsóknar og grunsamlegir. En það geti ekki verið eðlilegt að frysta alla hans reikninga. Hann hafi rætt við lögfræðing sem telji um vafasaman gjörning að ræða og svipaða útskýringu fékk hann frá vini sínum í Litháen sem er lögfræðimenntaður. Lukas segir óvissuna mikla og er hugsi um næstu skref. „Næsta skref er að tala við lögfræðingana og athuga hvort þeir geti fengið einhver svör. Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér,“ segir Lukas. Hann veltir fyrir sér hvort þjóðerni hans hafi einhver áhrif á málið, það að hann sé frá sama landi og einn sakborninga. Sá sem keypti af honum bílinn. „Það lítur út eins og verið sé að greina mig því ég er frá sama landi og hinn grunaði. Ég er fórnarlamb en mér líður eins og ég sé grunaður. Það er erfitt að einbeita sér í vinnunni því hausinn snýst í hringi.“ Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Fimm karlmenn eru grunaðir um að hafa svikið um 390 milljónir af Landsbankanum og 10 milljónir af Arion banka með því að nýta sér tímabundinn galla hjá Reiknistofu bankanna. Þannig gátu þeir með endurteknum millifærslum hækkað inneign sína í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýttu sumir þeirra peningana í veðmál á netinu en aðrir keyptu sér bíla. Þeir sæta farbanni. Fram kom í sjónvarpsfréttum Sýnar í gær að lögregla hefði lagt hald á fimm bíla við rannsókn málsins en þar á meðal eru glæsikerrur. Heildarvirði bílanna fimm er í kringum fjörutíu milljónir króna. Lukas Pauzuolis, rúmlega þrítugur karlmaður frá Litáen, auglýsti breyttan Nissan Patrol-bíl sinn á 38 tommu dekkjum til sölu á dögunum. Síðastliðinn þriðjudag, þegar snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu, hafði samlandi hans samband og vildi kaupa bílinn. Lukas segist ekki hafa verið sérstaklega spenntur að selja bílinn þennan dag enda allt á kafi í snjó og hann ekki á þeim buxunum að vilja lenda í vandræðum í umferðinni. Hann lét þó tilleiðast. Í basli á sumardekkjum Það kom Lukasi á óvart þegar kaupandinn tjáði honum að hann hefði keypt Teslu á mánudeginum en þar sem hún væri á sumardekkjum væri hann endurtekið að festa sig. Hann hafi því boðist til að borga uppsett verð sem Lukas segir að hafi verið nokkuð yfir markaðsverði enda bíllinn breyttur og flottur. Kaupverðið var fimm milljónir króna og landi hans borgaði 400 þúsund krónur í viðbót fyrir þaktjald og skyggni. Kaupandinn hafi kíkt í vinnuna til Lukasar, þeir gengið frá eigendaskiptum á netinu venju samkvæmt, hann millifært milljónirnar á hann og ekið á brott á jeppanum. Lukas sat svo við sjónvarpið á föstudagskvöld þegar honum barst óvænt tölvupóstur frá Íslandsbanka um tíuleytið. Bankareikningi hans hefði verið læst vegna grunsamlegra millifærslna. Hann þyrfti að útskýra uppruna peninganna. Fyrstu og síðustu samskiptin „Ég var í símanum og sendi þeim til baka eigendaskiptablaðið frá Island.is og útskýringu um að hann hefði haft samband við mig og ég selt honum bíl. Það væru einu samskipti mín við þennan náunga. Þau fyrstu og síðustu,“ segir Lukas. Hann hafi ekki velt málinu mikið fyrir sér um helgina og verið þannig lagað áhyggjulaus. „Ég vissi að allt væri lokað um helgina og bjóst við að reikningurinn yrði opnaður á mánudaginn.“ Hann hafi beðið til hádegis á mánudag en ekkert gerst. Hann hafði samband við bankann og spurst fyrir en ekki getað fengið nein svör. Eina framfærslan í fjölskyldunni „Mér var sagt að ég yrði að bíða eftir svari frá þeim sem væru að rannsaka málið, á Svikavakt Íslandsbanka,“ segir Lukas. Hann hafi hringt aftur í bankann og ýtt á eftir málinu. „Ég þarf að borga reikninga og konan mín er ekki að vinna í augnablikinu. Svo ég er eina framfærslan í fjölskyldunni. Við getum ekki notað neitt af peningum á reikningum okkar,“ bætir Lukas við en hann og kona hans eiga von á barni. „Ég náði að borga leiguna áður en reikningunum var lokað og það er það eina jákvæða.“ Síðustu upplýsingar á mánudeginum hafi verið á þá leið að yfirmenn hjá bankanum væru að skoða málið og haft yrði samband eins fljótt og hægt væri. Það var svo á þriðjudaginn sem Íslandsbanki sendi honum póst og upplýsti að reikningurinn hefði verið lokaður að beiðni lögreglu. Lukas yrði að setja sig í samband við lögreglu og bent á almenna númer lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hafði samband við lögregluna og útskýrði mína stöðu. Allir mínir peningar væru frystir og bað um að fá að ræða við einhvern sem gæti útskýrt málið.“ Á fimmta degi í frosti Fátt hafi verið um svör og þegar Lukas benti á að hann þyrfti að geta komist í reikninga sína og haldið daglegu lífi gangandi hafi svarið verið að ekki væri hægt að aðstoða hann. Hann segist enn engar upplýsingar hafa fengið frá lögreglunni nú á fimmta degi án aðgangs að reikningum sínum hjá Íslandsbanka. Lukas fór að spyrjast fyrir í kringum sig og fannst skrýtið að lögregla væri að skoða þessa millifærslu. Hann hafi spurt landa sína frá Litáen hvort þeir þekktu eitthvað til mannsins sem keypti af honum bílinn. Hvort hann væri flæktur í eitthvað vafasamt. Einn hafi svarað honum að viðkomandi hefði verið handtekinn um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis réðst lögregla í handtökur fyrripart sunnudags eftir að hafa fengið málið á sitt borð í hádeginu á laugardaginn. Rann upp fyrir honum „Þá fór allt að meika sens,“ segir Lukas sem tengdi vesenið sitt við svikin hjá Landsbankanum og Arion banka. Landsbankinn sagði málið hafa komið upp á föstudaginn og þá var millifærsla inn á reikning hans hjá Íslandsbanka fryst. Kaupandinn hefði keypt Teslu á mánudegi og svo jeppa á þriðjudegi. Það geri ekki hver sem er og landi hans ekki litið út fyrir að vera moldríkur. „Hann skoðaði bílinn og sagðist lítast vel á hann, bíllinn hentaði honum vel og hann vildi kaupa hann. Ég sagði honum að ég væri með aukabúnað fyrir ferðalög og hann sagðist hafa gaman af ferðalögum. Sagðist svo ekki geta millifært fyrr en daginn eftir. Ég sagði honum að taka bílinn og hann millifærði daginn eftir. Ég hafði ekki neinar áhyggjur því ég hef selt bíl áður og þetta gekk allt eins og venjulega.“ Lukas segir kaupandann ekki hafa verið sérstaklega grunsamlegan nema að því leyti að hann virtist í flýti að ganga frá kaupunum. „Hann leit út eins og venjulegur náungi sem myndi koma og kaupa bíl. Ég bjóst ekki við neinu öðru, peningurinn var millifærður og allt var eðlilegt. Ég gerði allt samkvæmt reglum. Sagðist hafa unnið í netspilavítum Lukas hafi þó verið forvitinn um þennan mikla bílakaupanda og spurt hann við hvað hann starfaði, nýr eigandi Teslu og jeppa sem var alls ekki ódýr. „Hann sagðist hafa unnið peninga í spilavítum á netinu og væri að eyða þeim peningum í bíla. Allir þessir litlu hlutir röðuðust saman og þá meikar fullkominn sens að hann sé tengdur þessu máli.“ Eftir situr Lukas sem þarf að geta greitt reikninga eins og aðrir en nóvember gekk í garð liðna helgi. Reikningar fyrir bílatryggingum, síma, líftryggingu og fleira bíða hans. „Ég er eina framfærslan og við þurfum að kaupa mat og bensín á bílinn. Ég fékk lánaðan pening hjá vini mínum, það er eina leiðin,“ segir Lukas og harmar að hafa dregist inn í málið sem hafi haft slæm áhrif á hann. „Vinnuveitandi minn gæti borgað mér laun fyrirfram en getur ekki lagt inn á mig því reikningarnir eru lokaðir,“ bætir Lukas við. Betri helmingurinn stressaður „Ég verð stressaður, konan mín verður stressuð og það er ekki heilbrigt fyrir hana. Maður er kvíðinn því maður bíður eftir næsta degi og þú veist ekki hvað þú átt að gera því reikningarnir eru lokaðir,“ segir Lukas. Eðlilegt væri að lögreglan frysti peningana sem séu til rannsóknar og grunsamlegir. En það geti ekki verið eðlilegt að frysta alla hans reikninga. Hann hafi rætt við lögfræðing sem telji um vafasaman gjörning að ræða og svipaða útskýringu fékk hann frá vini sínum í Litháen sem er lögfræðimenntaður. Lukas segir óvissuna mikla og er hugsi um næstu skref. „Næsta skref er að tala við lögfræðingana og athuga hvort þeir geti fengið einhver svör. Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér,“ segir Lukas. Hann veltir fyrir sér hvort þjóðerni hans hafi einhver áhrif á málið, það að hann sé frá sama landi og einn sakborninga. Sá sem keypti af honum bílinn. „Það lítur út eins og verið sé að greina mig því ég er frá sama landi og hinn grunaði. Ég er fórnarlamb en mér líður eins og ég sé grunaður. Það er erfitt að einbeita sér í vinnunni því hausinn snýst í hringi.“
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?