Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 10:31 Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Maríu Rutar Kristinsdóttur, þingmanns Viðreisnar, frá Gesti Pálssyni barnalækni vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns Sæl María Rut! Eftir að hafa lesið athyglisverðan pistil þinn, “Ofbeldislaust ævikvöld”, í Morgunblaðinu þann 6. október sl, ákvað ég að senda þér, sem þingmanni í meirihlutastjórn á alþingi Íslendinga, nokkrar línur. Í pistlinum minnir þú á þær mikilvægu staðreyndir, að öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu og hversu mikilvægt það er að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Þessi hugvekja þín er eins og töluð úr munni okkar, hóps fólks, sem eigum ástvini á hjúkrunarheimilinu Sóltúni (sóltúni 2) í Reykjavík. Í byrjun skal tekið fram, að á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er gott að dvelja, vel er um íbúana hugsað og umhverfið friðsælt. Að undanförnu hafa óveðursskýin þó hrannast upp hvað Sóltún varðar og er nú svo komið að við höfum miklar áhyggjur af velsæld íbúanna í fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hjúkrunarheimilinu. Um meiriháttar framkvæmdir er að ræða, sem felast m.a. í að byggð verður hæð ofan á húsið, 2 álmur lengdar, nýr skáli byggður við húsið og einnig ætlunin að endurbæta innri kerfi þess. Með þessum breytingum mun hjúkrunarrýmum fjölga úr 92 í 159 og húsnæðið stækkað um 3500 fermetra. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar muni taka amk. 2 ár í framkvæmd og er það að okkar mati galin hugmynd að ætla íbúunum að búa í húsinu allan tímann meðan á framkvæmdum stendur, enda var það upphaflega ekki ætlunin. Þessar framkvæmdir og óþægindin sem þeim munu fylgja eru í hrópandi mótsögn við “gildi” Sóltúns, sem blasa við á vegg í anddyrinu: SJÁLFRÆÐI - VIRÐING - UMHYGGJA - VELLÍÐAN. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru án nokkurs samráðs við íbúana og líkast til mun enginn þeirra lifa þessar framkvæmdir af en á Sóltúni látast u.þ.b 40 vistmenn á ári hverju Ljóst er, að áðurnefndar breytingar á húsnæðinu munu hafa í för með sér verulegt rask og ónæði, sem við óttumst að muni reynast ástvinum okkar, sem eru aldraðir og lasburða, margir heilabilaðir og sumir komnir að lífslokum, hrein martröð. Við þessar aðstæður munu þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum sínar síðustu og viðkvæmustu stundir, inni á byggingarsvæði. Væntanlega munu þeir ekki eiga “ofbeldislaust ævikvöld”. Við, sem mótmælt höfum þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í fjölmiðlum og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu, höfum notið ráðgjafar Garðars Gíslasonar fv hæstaréttardómara, sem telur að hávaði og rask við fyrirhugaðar framkvæmdir brjóti ákvæði Stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og heimilis. Við höfum vakið athygli stjórnvalda á að ljóst sé, að íbúar á Sóltúni eigi dvalarstað og margir jafnframt lögheimili á hjúkrunarheimilinu og sem slíkt er það, sem heimili íbúanna, undirorpið rétti þeirra til friðhelgi einkalífs og heimilis, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki njóta íbúar, eftir því sem við á, réttinda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem til stendur að lögfesta hér á landi, auk réttinda samkvæmt öðrum alþjóðasáttmálum á sviði mannréttinda. Teljum við, að verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika í þeirri mynd sem ráðgert er, muni þær ótvírætt brjóta gegn lögum um málefni fatlaðra og heilbrigðisþjónustu, svo og lögvörðum réttindum íbúa samkvæmt þeim innlendu og alþjóðlegu mannréttindareglum, sem við eiga. Sú staða er ótæk og geta stjórnvöld ekki látið hana sér í léttu rúmi liggja, enda bera þau ríka ábyrgð á að hafa eftirlit með því að starfsemi Sóltúns sé í samræmi við lög og mannréttindareglur, sem og ákvæði þjónustusamnings ríkisins og Öldungs hf., sem er rekstraraðili Sóltúns. Það kom mjög á óvart þegar fréttir bárust af því í fjölmiðlum, að þrátt fyrir mótmæli okkar hefði Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, tekið af skarið og tekið fyrstu skóflustunguna að áðurnefndum byggingarframkvæmdum á Sóltúni þann 4. júlí sl. Þessi athöfn átti sér stað án þess að á henni væri á nokkurn hátt vakin athygli fyrr en eftir á og fór hún þess vegna fram hjá bæði íbúum á Sóltúni og aðstandendum þeirra. Væntanlega hefur ráðherrann ekki gert sér grein fyrir þeim ógöngum, sem hún kemur öldruðum hjúkrunarsjúklingum, mörgum lasburða og heilabiluðum, á Sóltúni í með þessum gjörningi. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að þessi sami ráðherra hyggst beita sér fyrir löggildingu áðurnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi, sem á sama tíma er nú ætlunin að brjóta á íbúum hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Ljóst er, að alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum hér á landi og að þeim þarf að fjölga. Það er þó ekki sama á hvern hátt það er gert. Af því sem áður er rakið virðist ljóst, að til stendur að brjóta mannréttindi á íbúum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni með því að gera þeim, án nokkurs samráðs, að búa í húsnæði sem undirgengst gagngerar, 2ja ára byggingarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er ekki einungis okkar heldur studd lögfræðilegu áliti. Slík framkoma og meðferð á öldruðum hjúkrunarsjúklingum flokkast væntanlega undir “ofbeldi gegn öldruðum”. Ljóst er að álíka framganga yrði aldrei liðin, ef um fjölbýlishús úti í bæ væri að ræða nema með samþykki íbúa, enda yrði “venjulegu fólki” aldrei ætlað að búa við slíkar aðstæður. Öll berum við ábyrgð á ofbeldi gegn öldruðu fólki í samfélaginu. Það er mikilvægt að hafa augun opin gagnvart öllum birtingarmyndum ofbeldis og segja frá í stað þess að þegja. Það höfum við, hópur fólks, ástvinir íbúa á Sóltúni, gert endurtekið, í útvarpi, sjónvarpi, með skrifum í blöð og á netinu og átt fundi með ýmsum aðilum í stjórnkerfinu. Hverjum fleirum getum við sagt frá? Með góðri kveðju, Gestur Pálsson, barnalæknir
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar