„Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. nóvember 2025 06:30 Jónsi hóf að gera myndlist fyrir aldamót en hún þurfti svo að víkja fyrir tónlistinni. Síðustu sex ár hefur hann hins vegar gert æ meiri myndlist og reynir þar að hafa áhrif þvert á skynfæri. MONA Flóðreka er ný sýning Íslenska dansflokksins eftir Aðalheiði Halldórsdóttur sem byggir á myndlist Jónsa í Sigurrós. Skynfæri áhorfenda eru örvuð með dansi, ljósum, tónlist og lykt. Jónsi hefur búið til ilmvötn síðastliðin sextán ár og segir ilmvatnsgerð með því erfiðasta sem hann gerir. Um er að ræða nokkuð óhefðbundna danssýningu og lýsir höfundurinn henni sem „lifandi dansinnsetningu“. Sýningin byggir jafnframt á myndlistarsýningunni Flóð sem Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, sýndi í Hafnarhúsinu í fyrra. Flóðreka er frumsýnd næstkomandi laugardag, 8. nóvember, í Borgarleikhúsinu. Af því tilefni mælti blaðamaður sér mót við höfundana, Jónsa og Aðalheiði, í bakherbergi Borgarleikhússins til að ræða sýninguna, samstarfið og lykt. Þegar tónlistin tók yfir var hinu ýtt til hliðar Blaðamaður hóf viðtalið á að spóla til baka og forvitnast hvernig Flóðreka varð til. Án þess að ætla sér það fór Aðalheiður að hlæja að spurningunni. Ástæðan var að blaðamaður Morgunblaðsins hafði borið upp nákvæmlega sömu spurningu í viðtali fyrr um daginn. Spólum þá enn aftar. Jónsi, þú ert þekktastur fyrir tónlistina en hefur verið að ryðja þér til rúms á vettvangi myndlistar. Hvenær hófst það? „Fyrsta sýningin mín var fyrir þrjátíu árum síðan, ég gerði hana með Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur í Gjörningaklúbbnum. Þær voru með gallerý niðri í Miðbæ og ég gerði sýningu þar sem var mjög fyndin,“ segir Jónsi. Þannig þetta er ekkert nýtt? „Maður gerði alls konar þegar maður var yngri, málaði og teiknaði, en síðan tók tónlistin yfir og þá fór hitt til hliðar. Ég flutti til Los Angeles og hef verið þar í nokkur ár. Þá er maður meira einn og fær meira næði og tíma til að hugsa,“ segir hann um hvað kveikti myndlistarneistann að nýju. Jónsi hefur verið í Los Angeles í drjúga stund.MONA „Aðdragandinn að Flóði var að Ólafur Elíasson var með sýningu í Los Angeles og ég gerði tónlist við eitt af verkunum hans þar. Þá kynntist ég galleríistanum hans, Tönyu Bonakdar, sem var alveg frábær og vildi gera sýningu með mér. Þá byrjaði ég,“ segir Jónsi. Síðan þá hefur hann verið að gera myndlist og tónlist jöfnum höndum. En á sama tíma má segja að öll hans sköpun blandist saman í myndlistinni. „Þetta tengist allt, í innsetningunum mínum reyni ég að hafa áhrif á sem flest skynfæri. Maður smíðar eitthvað fyrir augun en er með hljóð og lykt líka,“ segir hann. Lærði að þefa við ilmvatnsgerðina Jónsi stofnaði listasamsteypuna Fischersund með systrum sínum, Lilju, Ingibjörgu og Sigurrós, árið 2017 en þar blandast ilmvatnsgerð við mynd- og tónlist. Aftur á móti hefur Jónsi verið að „ilmvatnast“ í sextán ár og bruggar eigin ilmvötn niðri í kjallara í þar sem hann er með þúsundir lyktarsameinda og olía. Systkinin fjögur, Jónsi, Sigurrós, Ingibjörg og Lilja. „Síðan mælir maður með vigt, blandar saman með pípettum og skrifar niður uppskriftir. Þetta eru bara uppskriftir og formúlur,“ segir Jónsi um ilmvatnsgerðina. „Þetta er erfiðasti skóli sem ég hef farið í. Það er svo erfitt að fá vitneskju um lyktir og fræðast um þetta,“ bætir hann við. „Verðurðu aldrei þreyttur í nefinu eða færð höfuðverk af of mikilli lykt?“ spyr Aðalheiður þá. „Nei, ég lærði að þefa. Maður má alls ekki þefa svona,“ segir hann og hnussar af áfergju. „Ég anda eins og hundur með stuttum andardrætti. Þetta er allt í lagi ef maður ofkeyrir ekki nefið og andar of mikið.“ Lyktin í sýningunni tengist sjónum og er unnin upp úr þanglykt. Lyktin er hluti af sýningunni. Er þessu sprautað? „Sprautað inn í fólk,“ segir Jónsi í gríni en bætir svo við að það séu notaðar þartilgerðar lyktardreifingarvélar sem dreifi lyktinni um rýmið. Eru ólíkar lyktir? „Nei, það er bara ein lykt,“ segir Jónsi. „Ein lykt sem var í Flóði sem heitir Flóð,“ bætir Aðalheiður við. „Þá er þetta blanda af svona þrjátíu olíum, lyktarsameindum og alls konar öðru dóti. Ég setti þang í alkahól í mánuð til að fanga lyktina af því í þanglausn. Olían sjálf er mjög sölt, falleg og kolsvört,“ segir Jónsi um sjávarkennda lyktina í sýningunni. Hljóð, lykt, ljós og dans. Dansarar gæddu flóðið lífi Myndlistarsýningin Flóð var sýnd í Hafnarhúsinu frá júní til september í fyrra og samanstóð hún af fjórum verkum í ólíkum sölum hússins. „Síðan kemur þú og dansar,“ segir Jónsi og beinir orðum sínum að Aðalheiði. „Við gerðum tilraun til að setja dansinn inn í þennan heim þar sem er mikið myrkur og mikið ljós,“ segir Aðalheiður. Öldugangur ólgandi úthafa rís og hnígur í brjósti mannsins.Björgvin Sigurðarson Dansflokkurinn var með hálftíma innsetningu inni í einu sýningarrými Flóðs þann 12. desember síðastliðinn sem má lýsa sem eins konar prótótýpu af Flóðreka. „Mér fannst mjög gaman að sjá það. Ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast,“ bætir Jónsi við. „Ég var þarna til hliðar, faldi mig inni í salnum.“ „Núna er þetta orðið að klukkutíma sýningu þannig það er meiri tónlist og meira prógrammerað ljós,“ segir Aðalheiður. Þannig blandist saman ákveðinn kjarni úr upprunalegu tilrauninni við nýjar hugmyndir og tónlist. Fjarlægðin flæki ekkert samstarfið Aðalheiður og Jónsi eru vanalega staðsett sitt hvorum megin á hnettinum, hún í Reykjavík og hann í Los Angeles. Fjarlægðin flækir þó ekki samstarfið enda eru þau yfirleitt að vinna hvort í sínu horni. Dansinn dunar í Flóðreka. „Það er þetta með internetið,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Öðru hverju erum við í bandi og svo erum við bara að vinna.“ Fyrirkomulagið sé yfirleitt þannig að Jónsi sendi tónlist til Íslands sem Aðalheiður útfærir svo með dönsurum. Síðan kom tæknimaður Jónsa sérstaklega til landsins til að setja upp ljósin. „Svo erum við ekkert að vinna núna í viku, akkúrat í þessa örfáu daga sem hann er á landinu. Svo byrjum við aftur að vinna þegar hann er farinn,“ segir Aðalheiður. Áhorfendur séu frjálsir í rýminu Fyrir utan það að sýninginni hafi áhrif á þrjú ólík skilningarvit áhorfenda er hún óvenjuleg að því leyti að hún fer ekki fram á sviði heldur í sal þar sem dansararnir dansa inni í áhorfendaskaranum. „Við erum með sautján metra af ljósi og svo eru áhorfendur út um allt en ekki í áhorfendastúkum. Þetta er alveg flatt og opið,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður Halldórsdóttir er leikstjóri Flóðreka.Björgvin Sigurðarson Getur maður þá ráfað um? „Í rauninni geturðu gert það. Þú getur sest á gólfið, þú getur staðið eða fundið þér stól og dregið til,“ segir Aðalheiður. Þannig það verða stólar? „Ég reikna með því að einhverjir þurfi að setjast á stól,“ segir Aðalheiður. „Ég,“ bætir Jónsi við. „Og kannski forsetinn,“ segir Aðalheiður. „En við viljum helst ekki ákvarða hvar stólarnir eiga að vera, hafa þetta eins lífrænt og hægt er. Fólk finni sér sinn stað þarna inni og finni að það hafi leyfi til að færa sig.“ Tónlistin er sömuleiðis með óvenjulegu sniði að því leyti að hún er alltumlykjandi en ekki einsleit, hún er spiluð á mörgum rásum í hátölurum vítt og breitt um sviðið. Flóðbylgjan sem rústar öllu og náttúran í manninum Núþegar búið er að ræða um uppsetninguna sjálfa, aðdraganda hennar, samstarfið og tæknilega þætti sýningarinnar er ekki úr vegi að spyrja út í hugmyndafræðilegan kjarna verksins. Hver er hann? „Fyrsta pælingin með þessu var stóra aldan sem kemur, rústar öllu og drepur allt. Svona heimsendapæling,“ segir Jónsi og beinir spurningunni til Aðalheiðar: „Hvað varst þú að hugsa?“ Verkið fjallar um náttúruna í manninum og hina brothættu mennsku. „Við að setja mannslíkama inn í samhengi sem talar við náttúruna og heimsenda verður þetta svo mikið um mennskuna og hvað maðurinn getur verið mikill kjáni, flækst fyrir sjálfum sér og gleymt að hann sé hluti af náttúrunni. Ég hef verið mjög upptekin við að finna náttúruna í mannslíkamanum,“ segir Aðalheiður. „Sneiða framhjá hugsuninni og leyfa líkamanum bara að vera hann sjálfur. Í stað þess að hann sé þjónusta hausinn er hausinn að elta líkamann.“ Flóðbylgjan skellur á.Björgvin Sigurðarson Dans Borgarleikhúsið Myndlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Um er að ræða nokkuð óhefðbundna danssýningu og lýsir höfundurinn henni sem „lifandi dansinnsetningu“. Sýningin byggir jafnframt á myndlistarsýningunni Flóð sem Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, sýndi í Hafnarhúsinu í fyrra. Flóðreka er frumsýnd næstkomandi laugardag, 8. nóvember, í Borgarleikhúsinu. Af því tilefni mælti blaðamaður sér mót við höfundana, Jónsa og Aðalheiði, í bakherbergi Borgarleikhússins til að ræða sýninguna, samstarfið og lykt. Þegar tónlistin tók yfir var hinu ýtt til hliðar Blaðamaður hóf viðtalið á að spóla til baka og forvitnast hvernig Flóðreka varð til. Án þess að ætla sér það fór Aðalheiður að hlæja að spurningunni. Ástæðan var að blaðamaður Morgunblaðsins hafði borið upp nákvæmlega sömu spurningu í viðtali fyrr um daginn. Spólum þá enn aftar. Jónsi, þú ert þekktastur fyrir tónlistina en hefur verið að ryðja þér til rúms á vettvangi myndlistar. Hvenær hófst það? „Fyrsta sýningin mín var fyrir þrjátíu árum síðan, ég gerði hana með Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur í Gjörningaklúbbnum. Þær voru með gallerý niðri í Miðbæ og ég gerði sýningu þar sem var mjög fyndin,“ segir Jónsi. Þannig þetta er ekkert nýtt? „Maður gerði alls konar þegar maður var yngri, málaði og teiknaði, en síðan tók tónlistin yfir og þá fór hitt til hliðar. Ég flutti til Los Angeles og hef verið þar í nokkur ár. Þá er maður meira einn og fær meira næði og tíma til að hugsa,“ segir hann um hvað kveikti myndlistarneistann að nýju. Jónsi hefur verið í Los Angeles í drjúga stund.MONA „Aðdragandinn að Flóði var að Ólafur Elíasson var með sýningu í Los Angeles og ég gerði tónlist við eitt af verkunum hans þar. Þá kynntist ég galleríistanum hans, Tönyu Bonakdar, sem var alveg frábær og vildi gera sýningu með mér. Þá byrjaði ég,“ segir Jónsi. Síðan þá hefur hann verið að gera myndlist og tónlist jöfnum höndum. En á sama tíma má segja að öll hans sköpun blandist saman í myndlistinni. „Þetta tengist allt, í innsetningunum mínum reyni ég að hafa áhrif á sem flest skynfæri. Maður smíðar eitthvað fyrir augun en er með hljóð og lykt líka,“ segir hann. Lærði að þefa við ilmvatnsgerðina Jónsi stofnaði listasamsteypuna Fischersund með systrum sínum, Lilju, Ingibjörgu og Sigurrós, árið 2017 en þar blandast ilmvatnsgerð við mynd- og tónlist. Aftur á móti hefur Jónsi verið að „ilmvatnast“ í sextán ár og bruggar eigin ilmvötn niðri í kjallara í þar sem hann er með þúsundir lyktarsameinda og olía. Systkinin fjögur, Jónsi, Sigurrós, Ingibjörg og Lilja. „Síðan mælir maður með vigt, blandar saman með pípettum og skrifar niður uppskriftir. Þetta eru bara uppskriftir og formúlur,“ segir Jónsi um ilmvatnsgerðina. „Þetta er erfiðasti skóli sem ég hef farið í. Það er svo erfitt að fá vitneskju um lyktir og fræðast um þetta,“ bætir hann við. „Verðurðu aldrei þreyttur í nefinu eða færð höfuðverk af of mikilli lykt?“ spyr Aðalheiður þá. „Nei, ég lærði að þefa. Maður má alls ekki þefa svona,“ segir hann og hnussar af áfergju. „Ég anda eins og hundur með stuttum andardrætti. Þetta er allt í lagi ef maður ofkeyrir ekki nefið og andar of mikið.“ Lyktin í sýningunni tengist sjónum og er unnin upp úr þanglykt. Lyktin er hluti af sýningunni. Er þessu sprautað? „Sprautað inn í fólk,“ segir Jónsi í gríni en bætir svo við að það séu notaðar þartilgerðar lyktardreifingarvélar sem dreifi lyktinni um rýmið. Eru ólíkar lyktir? „Nei, það er bara ein lykt,“ segir Jónsi. „Ein lykt sem var í Flóði sem heitir Flóð,“ bætir Aðalheiður við. „Þá er þetta blanda af svona þrjátíu olíum, lyktarsameindum og alls konar öðru dóti. Ég setti þang í alkahól í mánuð til að fanga lyktina af því í þanglausn. Olían sjálf er mjög sölt, falleg og kolsvört,“ segir Jónsi um sjávarkennda lyktina í sýningunni. Hljóð, lykt, ljós og dans. Dansarar gæddu flóðið lífi Myndlistarsýningin Flóð var sýnd í Hafnarhúsinu frá júní til september í fyrra og samanstóð hún af fjórum verkum í ólíkum sölum hússins. „Síðan kemur þú og dansar,“ segir Jónsi og beinir orðum sínum að Aðalheiði. „Við gerðum tilraun til að setja dansinn inn í þennan heim þar sem er mikið myrkur og mikið ljós,“ segir Aðalheiður. Öldugangur ólgandi úthafa rís og hnígur í brjósti mannsins.Björgvin Sigurðarson Dansflokkurinn var með hálftíma innsetningu inni í einu sýningarrými Flóðs þann 12. desember síðastliðinn sem má lýsa sem eins konar prótótýpu af Flóðreka. „Mér fannst mjög gaman að sjá það. Ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast,“ bætir Jónsi við. „Ég var þarna til hliðar, faldi mig inni í salnum.“ „Núna er þetta orðið að klukkutíma sýningu þannig það er meiri tónlist og meira prógrammerað ljós,“ segir Aðalheiður. Þannig blandist saman ákveðinn kjarni úr upprunalegu tilrauninni við nýjar hugmyndir og tónlist. Fjarlægðin flæki ekkert samstarfið Aðalheiður og Jónsi eru vanalega staðsett sitt hvorum megin á hnettinum, hún í Reykjavík og hann í Los Angeles. Fjarlægðin flækir þó ekki samstarfið enda eru þau yfirleitt að vinna hvort í sínu horni. Dansinn dunar í Flóðreka. „Það er þetta með internetið,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Öðru hverju erum við í bandi og svo erum við bara að vinna.“ Fyrirkomulagið sé yfirleitt þannig að Jónsi sendi tónlist til Íslands sem Aðalheiður útfærir svo með dönsurum. Síðan kom tæknimaður Jónsa sérstaklega til landsins til að setja upp ljósin. „Svo erum við ekkert að vinna núna í viku, akkúrat í þessa örfáu daga sem hann er á landinu. Svo byrjum við aftur að vinna þegar hann er farinn,“ segir Aðalheiður. Áhorfendur séu frjálsir í rýminu Fyrir utan það að sýninginni hafi áhrif á þrjú ólík skilningarvit áhorfenda er hún óvenjuleg að því leyti að hún fer ekki fram á sviði heldur í sal þar sem dansararnir dansa inni í áhorfendaskaranum. „Við erum með sautján metra af ljósi og svo eru áhorfendur út um allt en ekki í áhorfendastúkum. Þetta er alveg flatt og opið,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður Halldórsdóttir er leikstjóri Flóðreka.Björgvin Sigurðarson Getur maður þá ráfað um? „Í rauninni geturðu gert það. Þú getur sest á gólfið, þú getur staðið eða fundið þér stól og dregið til,“ segir Aðalheiður. Þannig það verða stólar? „Ég reikna með því að einhverjir þurfi að setjast á stól,“ segir Aðalheiður. „Ég,“ bætir Jónsi við. „Og kannski forsetinn,“ segir Aðalheiður. „En við viljum helst ekki ákvarða hvar stólarnir eiga að vera, hafa þetta eins lífrænt og hægt er. Fólk finni sér sinn stað þarna inni og finni að það hafi leyfi til að færa sig.“ Tónlistin er sömuleiðis með óvenjulegu sniði að því leyti að hún er alltumlykjandi en ekki einsleit, hún er spiluð á mörgum rásum í hátölurum vítt og breitt um sviðið. Flóðbylgjan sem rústar öllu og náttúran í manninum Núþegar búið er að ræða um uppsetninguna sjálfa, aðdraganda hennar, samstarfið og tæknilega þætti sýningarinnar er ekki úr vegi að spyrja út í hugmyndafræðilegan kjarna verksins. Hver er hann? „Fyrsta pælingin með þessu var stóra aldan sem kemur, rústar öllu og drepur allt. Svona heimsendapæling,“ segir Jónsi og beinir spurningunni til Aðalheiðar: „Hvað varst þú að hugsa?“ Verkið fjallar um náttúruna í manninum og hina brothættu mennsku. „Við að setja mannslíkama inn í samhengi sem talar við náttúruna og heimsenda verður þetta svo mikið um mennskuna og hvað maðurinn getur verið mikill kjáni, flækst fyrir sjálfum sér og gleymt að hann sé hluti af náttúrunni. Ég hef verið mjög upptekin við að finna náttúruna í mannslíkamanum,“ segir Aðalheiður. „Sneiða framhjá hugsuninni og leyfa líkamanum bara að vera hann sjálfur. Í stað þess að hann sé þjónusta hausinn er hausinn að elta líkamann.“ Flóðbylgjan skellur á.Björgvin Sigurðarson
Dans Borgarleikhúsið Myndlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira