Erlent

Tugir látnir eftir felli­byl á Filipps­eyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ástandið eftir fellibylinn er einna verst á eyunni Cebu sem er fjölmennasta eyjan á svæðinu.
Ástandið eftir fellibylinn er einna verst á eyunni Cebu sem er fjölmennasta eyjan á svæðinu. AP

Að minnsta kosti sextíu og sex eru látnir og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum eftir að einn öflugasti fellibylur ársins gekk yfir miðhluta eyjanna.

Óveðrið sem nefnist Kalmaegi hefur leitt til þess að heilu bæirnir eru á kafi í vatni en verst er ástandið á eyunni Cebu sem er fjölmennasta eyjan á svæðinu. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þar og tuttugu og sex er enn saknað hið minnsta að því er segir í frétt BBC

Á myndböndum frá hamfarasvæðunum má sjá fólk á þökum húsa sinna sem kemst hvorki lönd né strönd og bílar og jafnvel flutningagámar fljóta um í vatnselgnum.

Sex hinna látnu voru hermenn um borð í björgunarþyrlu sem send var á svæðið til hjálpar en hrapaði á eyjunni Mindanao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×