Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Samúel Karl Ólason og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. nóvember 2025 22:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi. Konurnar þrjár lýsa atburðunum í sínu lífi í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins og hvaða áhrif málin hafa haft á andlega heilsu þeirra og fjölskyldumeðlima. Fullyrt er að dæmin séu miklu fleiri og gangi yfir lögreglumenn í starfi óháð kyni. Fréttastofa ræddi í dag við sálfræðing vegna málsins. Sagði öðrum lögreglumönnum að hún væri konan hans Rætt er við þær Lilju Rún Kristjánsdóttur og Anítu Rut Harðardóttur lögreglukonur í blaðinu, sem báðar voru áreittar árum saman af andlega veikum manni. Sá maður er nú vistaður á réttargeðdeild eftir að hafa myrt nákominn ættingja sinn. Áreitið í tilfelli Lilju hófst þegar hún vann á almennu deildinni á Hverfisgötu og var að losa manninn úr klefa þar sem hann hafði verið tíður gestur. „Ég þurfti að hleypa honum út nokkrum sinnum og taka af honum skýrslur. Í kjölfarið fær hann mig á heilann,“ segir hún. Lilja segir að það eina sem hún hafi gert hafi verið að sýna honum virðingu og kurteisi, eins og öllum. Maðurinn sendi henni gjafir á lögreglustöðina, hringdi og óskaði eftir henni og sagði öðrum lögreglumönnum að hún væri konan hans. „Hann skildi í eitt skiptið eftir hring á borðinu og sagðist vera orðinn eiginmaður minn. Þess vegna vildi hann svo síðar losa sig við manninn minn, sem ég byrjaði með eftir þessi samskipti.“ Lilja segir frá því hvernig áreitið hafi stigmagnast yfir árin og maðurinn hafi meðal annars rofið nálgunarbönn og setið inni vegna þess. Áreitið hafi náð hámarki þegar maðurinn hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að myrða mann Lilju. Hún segir því ekki hafa verið tekið alvarlega, jafnvel þó að maðurinn hafi nefnt ákveðinn dag og lýst nákvæmlega því sem hann ætlaði að gera. Með nafn hennar á dyrabjöllunni Þessi maður fékk seinna meir aðra lögreglukonu á heilann, Anítu Rut. Það var þegar hún fór ein á bíl í útkall vegna mannsins og var fyrst á vettvang, áður en sérsveitarmenn sem kallaðir voru út mættu á vettvang. Aníta segir hann hafa verið að gera fólk í almannarými hrætt og hún hafi gengið að honum, tekið í öxlina á honum og spurt hvað hún gæti gert fyrir hann. „Hann lýsti því seinna að hann hefði fundið einhvern heilagan kraft fara í gegnum sig við þetta atvik,“ sagði Aníta í viðtalinu í Lögreglumanninum. „Ég væri eina manneskjan sem gæti læknað hann af þessum veikindum hans.“ Hún segir þetta hafa gengið svo langt að þegar samstarfsmaður hennar hafi síðar farið í útkall heim til mannsins hafi nafn hennar verið fyrir neðan nafn hans á dyrabjöllunni. Maðurinn hringdi ítrekað í Antíu og hótaði kannski að drepa hana ef hún svaraði ekki. Áreitið hélt svo áfram þó að maðurinn hafi verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni. Í einu tilfelli, eftir símtal frá Hólmsheiði, hringdi hún í fangelsið og spurði hvort maðurinn fengi að hringja þaðan. Þá var Anítu sagt að maðurinn hefði málað mynd af henni og hún spurð hvort hún vildi fá hana. Það er sagt í greininni vera gott dæmi um það hvernig tekið var á áreitinu. Maðurinn hringdi einnig síðar í Neyðarlínuna og sagðist ætla að myrða mann Anítu, eins og hann hafði sagt um mann Lilju. Hann sagðist hafa fylgst með húsi þeirra en Anítu var aldrei sagt frá hótununum heldur komst hún að þeim fyrir tilviljun. Þá hringdi hún í manninn sinn og óskaði honum til hamingju með fyrstu lífslátahótunina. Honum fannst það þó ekki fyndið. Aníta segir áreitið hafa haft mikil og slæm áhrif á fjölskyldu hennar. Annar sonur hennar sofi með hurðina að herbergi sínu læsta og hinn með kylfu undir rúmi sínu. Litla hjálp að fá frá lögreglunni Báðar lýsa þær því að hafa sífellt verið á varðbergi á meðan áreitið stóð yfir. Þær gagnrýna einnig báðar Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og segja hjálpina þaðan hafa verið mjög takmarkaða eða svo gott sem enga. Aníta segir þó að það hafi breyst þegar hún leitaði til ríkislögreglustjóra en þá voru sérsveitarmenn á vakt við heimili hennar þegar manni hennar var hótað. Þær segja meðal annars að vakta þurfi menn með sögu eins og umræddur maður þegar þeir losna úr fangelsi. Þá þurfi að halda mun betur um lögreglumenn sem verði skotspónn síbrotamanna vegna vinnunnar. Þar að auki gagnrýna þær að þær hafi sjálfar þurft að standa í því að kæra og fara í skýrslutökur til að fá nálgunarbann gegn manninum. Hægt hefði verið að létta þá vinnu. Þó að lögreglumönnum standi til boða að sækja tíu tíma hjá sálfræðingi á ári þurfi að gera miklu betur þegar fjölskyldur lögreglumanna verði skotmörk og sæta ofsóknum. „Maður var ekki einu sinni látinn vita þegar manninum mínum bárust lífshótanir. Ég rak augun í það fyrir tilviljun,“ segir Aníta. „Það er algjörlega galið.“ Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Sammi Erfitt símtal að fá og blendnar tilfinningar Þegar Aníta fékk símtal um að maðurinn hefði myrt nákominn ættingja segir hún að það hafi verið þungt. Báðar segja þær að fregnirnar hafi bæði kallað fram létti og sektarkennd. Lilja segir það hafa verið mikið sjokk að heyra að hann hafi getað framið ódæðið sem þær hafi vitað að hann væri fær um. Þá var annað áfall þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti ekki að fara í fangelsi, heldur á réttardeild í öryggisvistun. Það felur í sér að þær vita ekki hvenær von er á því að honum verði sleppt. Það sé mjög óþægilegt að vita til þess að þær gætu mætt honum úti á götu. Reyndi að brjótast inn þar sem barn og barnfóstra voru ein Í Lögreglumanninum er einnig rætt við þriðju lögreglukonuna, sem starfað hefur út á landi og kölluð er Anna. Hún segir frá áreitni í garð hennar og samstarfsmanns hennar sem stóð yfir í nokkra mánuði. Það hófst á samfélagsmiðlum þar sem andlega veikur maður í neyslu birti svívirðingar og hótanir en Anna lét það ekki á sig fá, í fyrstu. Samstarfsmaður hennar reyndi seinna meir að ræða við manninn en það skilaði litlum árangri. Þá hafði hann samkvæmt Önnu verið búinn að hóta því að fremja hryðjuverk og skjóta börn á jólaskemmtun. „Þetta var einstaklingur sem við þekktum í samfélaginu en töldum að lítil alvara væri að baki svona hótunum.“ Hótanirnar stigmögnuðust þó og fóru henni að berast líflátshótanir. Maðurinn hljóp einu sinni heim til hennar eftir að hafa hótað henni en Anna var ekki heima. Þá höfðu neyslufélagar mannsins hringt í lögregluna og sagt að maðurinn væri á leið heim til Önnu og ætlaði sér að myrða hana. Hún var þá í um hálftíma fjarlægð en barnið hennar og barnfóstra ein heima. Anna segist fyrst hafa heyrt af þessu í talstöðinni þegar starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar spurði hvort hún væri ein á vakt. Það væri verið að ráðast á heimili hennar. Hún var ein á vakt og hringdi í varðstjórann, sem var á bakvakt, og vildi fá hann með sér í útkallið. Anna segir viðbrögðin við því hafa verið öðruvísi en hún vonaðist eftir. Hún hafi þurft að neyða hann til að koma með sér. „Allt þetta mál var þannig. Það var lítið gert úr þessu öllu,“ segir hún. Þegar þau komu heim til hennar var maðurinn farinn en hann hafði reynt að brjótast inn og hafði meðal annars náð í bensínbrúsa og borið upp að húsinu. Hefur ekki trú á lögreglu eða réttarkerfinu Maðurinn hótaði síðar að setja sprengju í bíl yfirlögregluþjónsins í embættinu og var framkvæmd húsleit hjá honum, þar sem íhlutir til sprengjugerðar munu hafa fundist. Þá var maðurinn kærður en sú kæra var ekki tekin fyrir fyrr en tveimur vikum eftir að hann reyndi að brjótast inn hjá henni og gekk hann laus í millitíðinni. Maðurinn játaði og var dæmdur í nokkurra mánaða fangelsi. Anna flutti skömmu síðar, en það hafði staðið til um nokkuð skeið, áður en atvikið kom upp. Í samtali við Lögreglumanninn segir Anna þetta til marks um hvað lögreglumenn í litlum bæjarfélögum séu berskjaldaðir fyrir svona málum og hvað lögreglan sé vanbúin til að veita starfsfólki aðstoð og vernd. Úrræðin séu engin. „Ég hef enga trú á lögreglu eða réttarkerfinu eftir þetta.“ Á þessum tíma var enginn sálfræðingur starfandi á svæðinu og hún veit ekki hvort það hafi breyst. Önnu var bent á að leita til áðurnefndrar þjónustu hjá sálfræðingum sem lögreglumönnum er boðið en því var hafnað á þeim grunni að hún væri með áfallastreituröskun og sú sálfræðistofa gæti ekki annast það. Enga hjálp fékk hún. Anna vinnur enn hjá sama embætti. „Ég er enn að vinna með fólki sem gerði ekki neitt til að styðja við mig í þessum aðstæðum.“ Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Dómstólar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Konurnar þrjár lýsa atburðunum í sínu lífi í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins og hvaða áhrif málin hafa haft á andlega heilsu þeirra og fjölskyldumeðlima. Fullyrt er að dæmin séu miklu fleiri og gangi yfir lögreglumenn í starfi óháð kyni. Fréttastofa ræddi í dag við sálfræðing vegna málsins. Sagði öðrum lögreglumönnum að hún væri konan hans Rætt er við þær Lilju Rún Kristjánsdóttur og Anítu Rut Harðardóttur lögreglukonur í blaðinu, sem báðar voru áreittar árum saman af andlega veikum manni. Sá maður er nú vistaður á réttargeðdeild eftir að hafa myrt nákominn ættingja sinn. Áreitið í tilfelli Lilju hófst þegar hún vann á almennu deildinni á Hverfisgötu og var að losa manninn úr klefa þar sem hann hafði verið tíður gestur. „Ég þurfti að hleypa honum út nokkrum sinnum og taka af honum skýrslur. Í kjölfarið fær hann mig á heilann,“ segir hún. Lilja segir að það eina sem hún hafi gert hafi verið að sýna honum virðingu og kurteisi, eins og öllum. Maðurinn sendi henni gjafir á lögreglustöðina, hringdi og óskaði eftir henni og sagði öðrum lögreglumönnum að hún væri konan hans. „Hann skildi í eitt skiptið eftir hring á borðinu og sagðist vera orðinn eiginmaður minn. Þess vegna vildi hann svo síðar losa sig við manninn minn, sem ég byrjaði með eftir þessi samskipti.“ Lilja segir frá því hvernig áreitið hafi stigmagnast yfir árin og maðurinn hafi meðal annars rofið nálgunarbönn og setið inni vegna þess. Áreitið hafi náð hámarki þegar maðurinn hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að myrða mann Lilju. Hún segir því ekki hafa verið tekið alvarlega, jafnvel þó að maðurinn hafi nefnt ákveðinn dag og lýst nákvæmlega því sem hann ætlaði að gera. Með nafn hennar á dyrabjöllunni Þessi maður fékk seinna meir aðra lögreglukonu á heilann, Anítu Rut. Það var þegar hún fór ein á bíl í útkall vegna mannsins og var fyrst á vettvang, áður en sérsveitarmenn sem kallaðir voru út mættu á vettvang. Aníta segir hann hafa verið að gera fólk í almannarými hrætt og hún hafi gengið að honum, tekið í öxlina á honum og spurt hvað hún gæti gert fyrir hann. „Hann lýsti því seinna að hann hefði fundið einhvern heilagan kraft fara í gegnum sig við þetta atvik,“ sagði Aníta í viðtalinu í Lögreglumanninum. „Ég væri eina manneskjan sem gæti læknað hann af þessum veikindum hans.“ Hún segir þetta hafa gengið svo langt að þegar samstarfsmaður hennar hafi síðar farið í útkall heim til mannsins hafi nafn hennar verið fyrir neðan nafn hans á dyrabjöllunni. Maðurinn hringdi ítrekað í Antíu og hótaði kannski að drepa hana ef hún svaraði ekki. Áreitið hélt svo áfram þó að maðurinn hafi verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni. Í einu tilfelli, eftir símtal frá Hólmsheiði, hringdi hún í fangelsið og spurði hvort maðurinn fengi að hringja þaðan. Þá var Anítu sagt að maðurinn hefði málað mynd af henni og hún spurð hvort hún vildi fá hana. Það er sagt í greininni vera gott dæmi um það hvernig tekið var á áreitinu. Maðurinn hringdi einnig síðar í Neyðarlínuna og sagðist ætla að myrða mann Anítu, eins og hann hafði sagt um mann Lilju. Hann sagðist hafa fylgst með húsi þeirra en Anítu var aldrei sagt frá hótununum heldur komst hún að þeim fyrir tilviljun. Þá hringdi hún í manninn sinn og óskaði honum til hamingju með fyrstu lífslátahótunina. Honum fannst það þó ekki fyndið. Aníta segir áreitið hafa haft mikil og slæm áhrif á fjölskyldu hennar. Annar sonur hennar sofi með hurðina að herbergi sínu læsta og hinn með kylfu undir rúmi sínu. Litla hjálp að fá frá lögreglunni Báðar lýsa þær því að hafa sífellt verið á varðbergi á meðan áreitið stóð yfir. Þær gagnrýna einnig báðar Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og segja hjálpina þaðan hafa verið mjög takmarkaða eða svo gott sem enga. Aníta segir þó að það hafi breyst þegar hún leitaði til ríkislögreglustjóra en þá voru sérsveitarmenn á vakt við heimili hennar þegar manni hennar var hótað. Þær segja meðal annars að vakta þurfi menn með sögu eins og umræddur maður þegar þeir losna úr fangelsi. Þá þurfi að halda mun betur um lögreglumenn sem verði skotspónn síbrotamanna vegna vinnunnar. Þar að auki gagnrýna þær að þær hafi sjálfar þurft að standa í því að kæra og fara í skýrslutökur til að fá nálgunarbann gegn manninum. Hægt hefði verið að létta þá vinnu. Þó að lögreglumönnum standi til boða að sækja tíu tíma hjá sálfræðingi á ári þurfi að gera miklu betur þegar fjölskyldur lögreglumanna verði skotmörk og sæta ofsóknum. „Maður var ekki einu sinni látinn vita þegar manninum mínum bárust lífshótanir. Ég rak augun í það fyrir tilviljun,“ segir Aníta. „Það er algjörlega galið.“ Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Sammi Erfitt símtal að fá og blendnar tilfinningar Þegar Aníta fékk símtal um að maðurinn hefði myrt nákominn ættingja segir hún að það hafi verið þungt. Báðar segja þær að fregnirnar hafi bæði kallað fram létti og sektarkennd. Lilja segir það hafa verið mikið sjokk að heyra að hann hafi getað framið ódæðið sem þær hafi vitað að hann væri fær um. Þá var annað áfall þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti ekki að fara í fangelsi, heldur á réttardeild í öryggisvistun. Það felur í sér að þær vita ekki hvenær von er á því að honum verði sleppt. Það sé mjög óþægilegt að vita til þess að þær gætu mætt honum úti á götu. Reyndi að brjótast inn þar sem barn og barnfóstra voru ein Í Lögreglumanninum er einnig rætt við þriðju lögreglukonuna, sem starfað hefur út á landi og kölluð er Anna. Hún segir frá áreitni í garð hennar og samstarfsmanns hennar sem stóð yfir í nokkra mánuði. Það hófst á samfélagsmiðlum þar sem andlega veikur maður í neyslu birti svívirðingar og hótanir en Anna lét það ekki á sig fá, í fyrstu. Samstarfsmaður hennar reyndi seinna meir að ræða við manninn en það skilaði litlum árangri. Þá hafði hann samkvæmt Önnu verið búinn að hóta því að fremja hryðjuverk og skjóta börn á jólaskemmtun. „Þetta var einstaklingur sem við þekktum í samfélaginu en töldum að lítil alvara væri að baki svona hótunum.“ Hótanirnar stigmögnuðust þó og fóru henni að berast líflátshótanir. Maðurinn hljóp einu sinni heim til hennar eftir að hafa hótað henni en Anna var ekki heima. Þá höfðu neyslufélagar mannsins hringt í lögregluna og sagt að maðurinn væri á leið heim til Önnu og ætlaði sér að myrða hana. Hún var þá í um hálftíma fjarlægð en barnið hennar og barnfóstra ein heima. Anna segist fyrst hafa heyrt af þessu í talstöðinni þegar starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar spurði hvort hún væri ein á vakt. Það væri verið að ráðast á heimili hennar. Hún var ein á vakt og hringdi í varðstjórann, sem var á bakvakt, og vildi fá hann með sér í útkallið. Anna segir viðbrögðin við því hafa verið öðruvísi en hún vonaðist eftir. Hún hafi þurft að neyða hann til að koma með sér. „Allt þetta mál var þannig. Það var lítið gert úr þessu öllu,“ segir hún. Þegar þau komu heim til hennar var maðurinn farinn en hann hafði reynt að brjótast inn og hafði meðal annars náð í bensínbrúsa og borið upp að húsinu. Hefur ekki trú á lögreglu eða réttarkerfinu Maðurinn hótaði síðar að setja sprengju í bíl yfirlögregluþjónsins í embættinu og var framkvæmd húsleit hjá honum, þar sem íhlutir til sprengjugerðar munu hafa fundist. Þá var maðurinn kærður en sú kæra var ekki tekin fyrir fyrr en tveimur vikum eftir að hann reyndi að brjótast inn hjá henni og gekk hann laus í millitíðinni. Maðurinn játaði og var dæmdur í nokkurra mánaða fangelsi. Anna flutti skömmu síðar, en það hafði staðið til um nokkuð skeið, áður en atvikið kom upp. Í samtali við Lögreglumanninn segir Anna þetta til marks um hvað lögreglumenn í litlum bæjarfélögum séu berskjaldaðir fyrir svona málum og hvað lögreglan sé vanbúin til að veita starfsfólki aðstoð og vernd. Úrræðin séu engin. „Ég hef enga trú á lögreglu eða réttarkerfinu eftir þetta.“ Á þessum tíma var enginn sálfræðingur starfandi á svæðinu og hún veit ekki hvort það hafi breyst. Önnu var bent á að leita til áðurnefndrar þjónustu hjá sálfræðingum sem lögreglumönnum er boðið en því var hafnað á þeim grunni að hún væri með áfallastreituröskun og sú sálfræðistofa gæti ekki annast það. Enga hjálp fékk hún. Anna vinnur enn hjá sama embætti. „Ég er enn að vinna með fólki sem gerði ekki neitt til að styðja við mig í þessum aðstæðum.“
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Dómstólar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira