Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 10:32 Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson hefur lengi vel staðið vaktina í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. vísir/Anton Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira