Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 18:14 Yifat Tomer-Yerushalmi, herforingi og fyrrverandi æðsti lögmaður ísraelska hersins, í sal hæstaréttar Ísrael í síðasta mánuði. AP/Oren Ben Hakoon Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira