Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 16:17 Alfreð Gíslason var að vanda líflegur á hliðarlínunni á leiknum gegn Íslandi í gær. Getty/Harry Langer Alfreð Gíslason var í blárri og bleikri treyju þýska kvennalandsliðsins í handbolta, í stað þess að klæðast svörtu eða hvítu eins og hann er vanur, þegar Þýskaland mætti Íslandi öðru sinni í vináttulandsleik í Þýskalandi í gær. Alfreð útskýrði treyjuvalið eftir leik en allt þjálfarateymið var eins klætt til að vekja athygli á miðasölu fyrir HM kvenna. „Við fengum að upplifa stórkostlegt Evrópumót hjá körlunum hér í Þýskalandi 2024. Ég óska þess að konurnar fái að upplifa sams konar, stórkostlegt mót hér á heimavelli í ár og ég hlakka til leikjanna í Stuttgart og Dortmund.“ Heimsmeistaramót kvenna fer fram í Þýskalandi og Hollandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Ísland er þar í sama riðli og Þýskaland og mætast liðin í upphafsleik mótsins í Stuttgart en í riðlinum eru einnig Serbía og Úrúgvæ. Þrjú liðanna komast svo áfram í milliriðil í Dortmund. Samkvæmt frétt Handball World stendur yfir herferð til að auglýsa mótið, til að fjölga áhorfendum á lokasprettinum fram að móti. Aðeins um 50% miða mun hafa selst og sagði Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, stefnuna setta á að gera betur. Ekki eins einbeittir svo Ísland átti skilið að vinna Í leik karlalandsliðanna í gær svaraði Ísland fyrir sig með tveggja marka sigri, 31-29, eftir ellefu marka tapið síðastliðinn fimmtudag. Þýskir miðlar segja það mikinn skell að sjá hve mikil breyting gat orðið á þýska liðinu á milli leikja, og eru nú síður bjartsýnir á að Þýskaland komist í undanúrslit á EM í janúar. „Það er margt sem ég var ekki ánægður með. Við vorum ekki nógu góðir í sókninni. Í dag gekk ekki jafn mikið upp og á fimmtudaginn, þannig að Ísland vann verðskuldað. Við gátum prófað alla leikmennina en þetta dugði ekki til í lokin,“ sagði Alfreð samkvæmt heimasíðu þýska handknattleikssambandsins. „Í vörninni erum við orðnir sveigjanlegri. Í sókninni [í gær] köstum við hins vegar of mörgum boltum frá okkur og gerum of mörg einföld mistök, sem veldur því að við fáum á okkur mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en við skorum sjálfir. Núna var liðið heldur ekki með sömu einbeitingu og á fimmtudaginn,“ sagði Alfreð. Landslið karla í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Alfreð útskýrði treyjuvalið eftir leik en allt þjálfarateymið var eins klætt til að vekja athygli á miðasölu fyrir HM kvenna. „Við fengum að upplifa stórkostlegt Evrópumót hjá körlunum hér í Þýskalandi 2024. Ég óska þess að konurnar fái að upplifa sams konar, stórkostlegt mót hér á heimavelli í ár og ég hlakka til leikjanna í Stuttgart og Dortmund.“ Heimsmeistaramót kvenna fer fram í Þýskalandi og Hollandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Ísland er þar í sama riðli og Þýskaland og mætast liðin í upphafsleik mótsins í Stuttgart en í riðlinum eru einnig Serbía og Úrúgvæ. Þrjú liðanna komast svo áfram í milliriðil í Dortmund. Samkvæmt frétt Handball World stendur yfir herferð til að auglýsa mótið, til að fjölga áhorfendum á lokasprettinum fram að móti. Aðeins um 50% miða mun hafa selst og sagði Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, stefnuna setta á að gera betur. Ekki eins einbeittir svo Ísland átti skilið að vinna Í leik karlalandsliðanna í gær svaraði Ísland fyrir sig með tveggja marka sigri, 31-29, eftir ellefu marka tapið síðastliðinn fimmtudag. Þýskir miðlar segja það mikinn skell að sjá hve mikil breyting gat orðið á þýska liðinu á milli leikja, og eru nú síður bjartsýnir á að Þýskaland komist í undanúrslit á EM í janúar. „Það er margt sem ég var ekki ánægður með. Við vorum ekki nógu góðir í sókninni. Í dag gekk ekki jafn mikið upp og á fimmtudaginn, þannig að Ísland vann verðskuldað. Við gátum prófað alla leikmennina en þetta dugði ekki til í lokin,“ sagði Alfreð samkvæmt heimasíðu þýska handknattleikssambandsins. „Í vörninni erum við orðnir sveigjanlegri. Í sókninni [í gær] köstum við hins vegar of mörgum boltum frá okkur og gerum of mörg einföld mistök, sem veldur því að við fáum á okkur mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en við skorum sjálfir. Núna var liðið heldur ekki með sömu einbeitingu og á fimmtudaginn,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira