Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar