Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 10:01 Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun