Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 10:01 Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar