Veður

Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður eitt til átta stig að deginum og mildast syðst.
Hiti á landinu verður eitt til átta stig að deginum og mildast syðst. Vísir/Anton

Víðáttumikil lægð suður af landinu beinir norðaustlægri átt að landinu í dag. Víða verður kaldi eða strekkingur, en hægari norðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil slydda á Vestfjörðum og súld fyrir norðan, en bjart veður sunnan heiða fyrripart dags. Þar mun svo þykkna upp síðdegis og fer að rigna undir kvöld.

Hiti á landinu verður eitt til átta stig að deginum og mildast syðst.

Áfram norðaustlæg átt á morgun en víða hægari vindur. Dálitlar skúrir eða slydduél um landið norðan- og austanvert, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og úrkomulítið.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan og norðan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, en skýjað með köflum og úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig.

Á miðvikudag: Norðaustan 3-10 og stöku él, en þurrt að mestu um landið sunnan- og vestanvert. Heldur kólnandi.

Á fimmtudag: Austan 10-15 við suðurströndina og lítilsháttar væta, annars hægari vindur, skýjað og úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðaustlæg átt og dálítil él á Austurlandi, en yfirleitt bjart um landið vestanvert. Hiti 0 til 5 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×