Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. nóvember 2025 15:48 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“ Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“
Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira