Fótbolti

Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson stjórnaði söngvum með stuðningsmönnum Gwangju eftir leikinn og íslenski fáninn var með í för.
Hólmbert Aron Friðjónsson stjórnaði söngvum með stuðningsmönnum Gwangju eftir leikinn og íslenski fáninn var með í för. @gwangju_fc

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Gwangju FC í suðurkóresku deildinni í dag.

Gwangju vann þá 2-0 sigur á Jeju SK heimavelli sínum, Gwangju HM leikvanginum.

Hólmbert byrjaði leikinn reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.

Gwangju náði forystunni með marki Chang-moo Shin sjö mínútum síðar og Hólmbert innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki í uppbótatíma.

Markið skoraði Hólmbert eftir stoðsendingu frá bakverðinum Sung-gwon Cho.

Eftir leikinn þá stjórnaði Hólmbert sigursöngum með stuðningsmönnum, vafinn í íslenska fánann eins og sjá má hér fyrir neðan.

Gwangju er 48 stig eftir 35 leiki og í efsta sæti neðri hlutans. Liðið er enn fremur níu stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Liðið mætir síðan botnliði Daegu í næstu umferð og getur þar með tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni.

Hólmbert var að spila sinn sjöunda leik með liðinu en hafði ekki náð að skora í hinum sex.

Hann kom til félagsins frá þýska félaginu Preussen Münster á frjálsri sölu í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×