Fótbolti

Leggur til breytingar og vill að fót­boltinn læri af hand­boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýski knattspyrnudómarinn Patrick Ittrich leggur til breytingar á fótboltareglunum sem mörgum finnst eflaust svolítið róttækar.
Þýski knattspyrnudómarinn Patrick Ittrich leggur til breytingar á fótboltareglunum sem mörgum finnst eflaust svolítið róttækar. Getty/David Inderlied

Þýskur knattspyrnudómari hefur lagt til fjórar breytingar á knattspyrnulögunum sem eiga að hjálpa fegurð fótboltans að njóta sín betur.

Margir eru orðnir þreyttir á taktískum brotum, alls kyns töfum og mótmælum við dómara. Ekki síst dómararnir sjálfir.

Þjóðverjinn Patrick Ittrich þekkir íþróttina og reglur hennar betur en margir. Hann er með hugmynd um fjórar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er áhugaverð viðbót við umræðuna um hvernig er hægt að gera fótboltann enn skemmtilegri og losa hann við þessi almennu leiðindi þar sem leikmenn reyna að tefja, plata og hafa áhrif á dómarann.

1) Fyrir taktískt brot á miðjum vellinum ætti að dæma aukaspyrnu í sautján metra fjarlægð frá markinu. Hversu oft myndum við sjá slík brot þá?

2) Ef leikmaður veltir sér þrisvar sinnum um á vellinum og þarfnast læknis, þá skal hann fá lækni og bíða svo fyrir utan hliðarlínuna í þrjár mínútur. Hversu fljótt heldurðu að leikmaðurinn myndi standa upp?

3) Ef leikmaður móðgar dómarann, sendu hann þá af velli í tíu mínútur til að róa sig niður. Hann getur hjólað til að hita upp áður en hann kemur aftur inn á. Við getum lært af handboltanum í þeim efnum.

4) Hvernig má það vera að dómari sé umkringdur tíu leikmönnum eftir ákvörðun? Að mínu mati, búmm, búmm, búmm – þrjú rauð spjöld. Spilið þá sjö á móti tíu. Það væri fínu lagi mín vegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×