Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 16:16 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Anton Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að nokkur óvissa hafi skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokalla. Lánveitendur meti nú áhrif dómsins og væntanlegra dóma í sambærilegum málum. Nú þegar hafi verið gert hlé á ákveðnum lánveitingum til íbúðakaupa vegna óvissu um skilmála lána. Því hafi dregið úr framboði lána, að minnsta kosti um tíma, sér í lagi lána með tiltölulega lægri greiðslubyrði. Lánamöguleikar sem hafa verið kynntir í stað þeirra fyrri eigi það sammerkt að bera lakari kjör og þrengri skilmála. Staða kaupenda fyrstu fasteignar og þeirra sem lægri tekjur hafa virðist sérstaklega hafa versnað. Bregðast við Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hafi fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hafi ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5 prósent í 10 prósent af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu sé ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti. Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Þetta sé gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka haldist óbreytt í 80 prósent. Eykur svigrúm til að bregðast við óvissunni Nefndin telji að breytingarnar séu til þess fallnar að auka svigrúm lánveitenda til að bregðast við ríkjandi óvissu, sérstaklega hvað varðar kaupendur fyrstu fasteignar og tekjulægri kaupendur. Lánastofnanir séu hvattar til að nýta þetta svigrúm til að tryggja eðlilegt flæði lánsfjár á meðan óvissan er fyrir hendi. Breytingarnar eigi að treysta fjármálastöðugleika um leið og þeim sé ætlað að draga úr hnökrum á íbúðalánamarkaði. Nefndin muni sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hafi yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Vaxtamálið Lánamál Seðlabankinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að nokkur óvissa hafi skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokalla. Lánveitendur meti nú áhrif dómsins og væntanlegra dóma í sambærilegum málum. Nú þegar hafi verið gert hlé á ákveðnum lánveitingum til íbúðakaupa vegna óvissu um skilmála lána. Því hafi dregið úr framboði lána, að minnsta kosti um tíma, sér í lagi lána með tiltölulega lægri greiðslubyrði. Lánamöguleikar sem hafa verið kynntir í stað þeirra fyrri eigi það sammerkt að bera lakari kjör og þrengri skilmála. Staða kaupenda fyrstu fasteignar og þeirra sem lægri tekjur hafa virðist sérstaklega hafa versnað. Bregðast við Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hafi fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hafi ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5 prósent í 10 prósent af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu sé ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti. Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Þetta sé gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka haldist óbreytt í 80 prósent. Eykur svigrúm til að bregðast við óvissunni Nefndin telji að breytingarnar séu til þess fallnar að auka svigrúm lánveitenda til að bregðast við ríkjandi óvissu, sérstaklega hvað varðar kaupendur fyrstu fasteignar og tekjulægri kaupendur. Lánastofnanir séu hvattar til að nýta þetta svigrúm til að tryggja eðlilegt flæði lánsfjár á meðan óvissan er fyrir hendi. Breytingarnar eigi að treysta fjármálastöðugleika um leið og þeim sé ætlað að draga úr hnökrum á íbúðalánamarkaði. Nefndin muni sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hafi yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Vaxtamálið Lánamál Seðlabankinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira