Innlent

Innan­lands­flugi af­lýst vegna veðurs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ekki verður flogið til Ísafjarðar í dag.
Ekki verður flogið til Ísafjarðar í dag. Vísir/Egill

Fjórum brottförum frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Stefnt er að því að fljúga seinnipartinn.

Til stóð að fljúga til Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar nú í morgun en var öllum ferðunum aflýst. Þá hefur fyrirhugaðri ferð til Ísafjarðar seinnipartinn í dag einnig verið aflýst. 

„Fjórum ferðum hefur verið aflýst vegna veðurs yfir landinu,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Verið sé að skoða lausnir fyrir farþega. Samkvæmt veðurspám ætti veðrið að ganga yfir seinnipartinn svo enn eru flugferðir til Egilsstaða og Akureyrar á áætlun. Guðni segir að verði einhverjar breytingar á flugferðunum verði farþegar látnir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×