Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:31 Margir íþróttamenn þekkja það vel að æfa sig á hlaupabrettum en ekki keppa á þeim. Getty Ein nýjasta íþróttin sem fær sitt eigið heimsmeistaramót hefur líklega verið á verkefnalista flestra íþróttamanna á þeirra ferli. Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira