Formannskosningu Pírata frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. október 2025 19:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, var fundarstjóri á aukaaðalfundi flokksins í kvöld. Vísir/Rax Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum. Til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata í kvöld, en Píratar hafa verið formannslausir frá stofnun flokksins 2012. „Þetta var lögmætur aðalfundur en það láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns.“ „Við erum nýbúin að leggja niður rafræna kosningakerfið okkar. Við vorum búin að bjóða fólki upp á umboðskosningar svokallaðar, það gæti sent fólk með atkvæði fyrir sig, en það fór fyrir mistök ekki út í fundarboðið þannig það vissu ekki allir félagsmenn af þessu.“ „Okkur fannst þetta mikilvægt af því þetta er mikilvægt embætti innan flokksins, að þetta væri alveg á hreinu að allir félagsmenn hefðu jafnan rétt á þátttöku í þessu mikilvæga kjöri.“ Í framboði til formanns eru eins og sakir standa Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í bæjarstjórn, Alexandra Briem borgarfulltrúi, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi. Í framboði til varaformanns er Inga Þóra Haraldsdóttir. Þórhildur segir að þetta gæti breyst fram að næsta aukaaðalfundi, til að mynda hafi frambjóðendur til formanns sem ekki ná kjöri tækifæri til að bjóða sig fram til varaformanns. Píratar Tengdar fréttir Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46 Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09 Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata í kvöld, en Píratar hafa verið formannslausir frá stofnun flokksins 2012. „Þetta var lögmætur aðalfundur en það láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns.“ „Við erum nýbúin að leggja niður rafræna kosningakerfið okkar. Við vorum búin að bjóða fólki upp á umboðskosningar svokallaðar, það gæti sent fólk með atkvæði fyrir sig, en það fór fyrir mistök ekki út í fundarboðið þannig það vissu ekki allir félagsmenn af þessu.“ „Okkur fannst þetta mikilvægt af því þetta er mikilvægt embætti innan flokksins, að þetta væri alveg á hreinu að allir félagsmenn hefðu jafnan rétt á þátttöku í þessu mikilvæga kjöri.“ Í framboði til formanns eru eins og sakir standa Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í bæjarstjórn, Alexandra Briem borgarfulltrúi, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi. Í framboði til varaformanns er Inga Þóra Haraldsdóttir. Þórhildur segir að þetta gæti breyst fram að næsta aukaaðalfundi, til að mynda hafi frambjóðendur til formanns sem ekki ná kjöri tækifæri til að bjóða sig fram til varaformanns.
Píratar Tengdar fréttir Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46 Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09 Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46
Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09
Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04