Innlent

Ó­vissa hvort auka­aðal­fundur standist lög Pírata

Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Þórhildur Sunna er fundarstjóri á aðalfundi Pírata í kvöld, en hún segir að verið sé að skoða hvort fresta þurfi fundinum vegna formgalla á fundarboði.
Þórhildur Sunna er fundarstjóri á aðalfundi Pírata í kvöld, en hún segir að verið sé að skoða hvort fresta þurfi fundinum vegna formgalla á fundarboði. vísir/vilhelm

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað.

Þórhildur greindi frá þessu í beinni útsendingu frá fundinum í kvöldfréttum Sýnar, en til stóð að kjósa þar fyrsta formanninn í sögu Pírata.

„Það er verið að ræða hvort við förum í þessa atkvæðagreiðslu eða frestum fundi og tryggjum að þetta sé algjörlega á hreinu fyrir þessar kosningar.“

Um sé að ræða gríðarleg tímamót í sögu Pírata.

„Við höfum aldrei verið með formannsembætti. Okkar stjórn hefur hingað til verið rekstrarlegs eðlis en ekki pólitísk forysta.“

Í framboði til formanns eru Alexandra Briem, borgarfulltrúi, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi.


Tengdar fréttir

Dóra Björt stefnir á formanninn

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×