Innlent

Ís­tak bauð best í frá­gang á nýja Land­spítalanum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Verið er að yfirfara tilboð í innanhússfrágang á nýja Landspítalanum.
Verið er að yfirfara tilboð í innanhússfrágang á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm

Ístak bauð lægst í útboði Nýja Landspítalans um innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Þrír tóku þátt í útboði um verkið og buðu allir yfir kostnaðaráætlun, sem eru rúmir tólf milljarðar króna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum en um er að ræða frágang á hæðum meðferðarkjarnans frá neðri kjallara til fjórðu hæðar. Er nú unnið að yfirferð tilboðanna og heildarniðurstöðu.

Kostnaðaráætlun heyrir upp á rúmar 12 milljónir króna án virðisaukaskatts en allir verktakarnir sem buðu í verkið buðu yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks hljóðar upp á tæpa 12,9 milljarða, tilboð Eyktar upp á rúma 13,4 milljarða og tilboð ÞGverks upp á tæpa 16 milljarða. Gert er ráð fyrir að verktími innanhússfrágangs verði rúm þrjú ár. 

„En einnig er um að ræða stýriverktöku á verktökum sem verða valdir eftir þrjú meginútboð sem eru í farvatninu. Í þessum þremur fagútboðum tæknikerfa á sömu hæðum, þ.e. lagna, loftræstingu og rafmagni, hafa fimmtán íslensk fyrirtæki lagt inn þátttökutilkynningu, hvert á sínu fagsviði,“ segir í tilkynningunni. 

Unnið er nú að yfirferð orvalsins og er gert ráð fyrir að lokað útboð vegna tæknikerfa hefjist í nóvember. Auk þriggja útboða tæknikerfa eru önnur minni útboð fyrirhuguð, til dæmis á skinnustokkum fyrir meðferðarkjarnann, rannsóknarhúsið og bílastæða- og tæknihús og útboð á aðaltöflum. Opna á fyrir þau í nóvember.

ÞG verk vinnur nú að fullnaðarfrágangi á hæðum fimm og sex í meðferðarkjarnanaum og hófst það verk í vor. Nokkur útboð eru fyrirhuguð um áramót, meðal annars vegna innanhússfrágangs rannsóknarhússins og á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×