Fótbolti

Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey með hundinn Halo sem hefur verið týndur i langan tíma og er sárt saknað.
Aaron Ramsey með hundinn Halo sem hefur verið týndur i langan tíma og er sárt saknað. @aaronramsey

Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey er staddur í fótboltaævintýri í Mexíkó en það hefur breyst í hálfgerðan fjölskylduharmleik eftir að þau lentu í því að týna hundinum sínum.

Ramsey hafði áður auglýst eftir hundinum en ákvað að tvöfalda verðlaunaféið eftir að fyrra boð bar ekki árangur.

Ramsey bauð fyrst 7500 pund eða 1,2 milljónir króna en hún hefur hækkað upphæðina í fimmtán þúsund pund eða 2,4 milljónir króna.

Hundur Ramsey heitir Halo og er tíu ára gamall.

Halo sást síðast í San Miguel de Allende. Hann var með GPS-mæliól en það var skilið eftir á gistiheimili.

Eiginkona hans, Colleen, hefur síðan tjáð sig og sagt að leitin hafi ekki borið árangur, ekkert hafi heyrst eða frést af hundinum og þau hafi þurft að þola mikið af lygum og falsfréttum í kringum hvarf Halo.

Aaron Ramsey er 34 ára miðjumaður og þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal frá 2008 til 2019. Hann fór þaðan til Juventus en hefur flakkað á milli liða síðustu ár og er nú hjá Pumas UNAM í Mexíkó. Ramsey hefur spilað 86 landsleiki fyrir Wales og skorað 21 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×