Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 29. október 2025 13:16 Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar