Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2025 07:03 Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun