Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2025 10:32 Hadush Gerberslasie Kebatu (41), er hælisleitandi frá Eþíópíu en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot, meðal annars gegn táningsstúlku. Lögreglan í Essex Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira