Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. október 2025 21:03 Einar Bárðarson er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir/Anton Brink Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira