Íslenski boltinn

Ráðast ör­lög Aftur­eldingar inni í höll?

Sindri Sverrisson skrifar
Afturelding þarf sigur í dag og jafnframt að treysta á að Vestri geri jafntefli við KR.
Afturelding þarf sigur í dag og jafnframt að treysta á að Vestri geri jafntefli við KR.

Vel gæti farið svo að leikur ÍA og Aftureldingar, í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag, verði færður inn í Akraneshöllina.

Samkvæmt upplýsingum Vísis kom ELKEM-grasvöllurinn á Akranesi ekki nægilega vel undan frosti næturinnar og þykir bæði freðinn og sleipur.

Dómarar leiksins munu meta stöðuna á vellinum innan skamms og í framhaldinu ákveða hvort spilað verði þar klukkan 14 í dag.

Skagamenn hafa þegar undirbúið það að leikurinn verði færður inn í höll og vonast til að geta rúmað alla áhorfendur í þessum mikilvæga lokaleik tímabilsins. Rútuferð er frá Mosfellsbæ fyrir stuðningsmenn.

Eina von Aftureldingar um að halda sæti sínu í deildinni felst í að vinna leikinn í dag og treysta á að Vestri og KR geri jafntefli á Ísafirði á sama tíma.

Fylgst verður með leikjunum í beinni textalýsingu á Vísi og í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar, þar sem fylgst verður með öllu því helsta á sama tíma í DocZone á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×