Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. október 2025 13:46 Fyrir tæplega 40 árum var skrifuð kandídatsritgerð við Háskóla Íslands sem ber heitið Konan - Vinnan - Kjörin. Strax í inngangi hennar er kjarni kvennabaráttunnar fangaður en þar segir að: „Einstaklingum er mismunað á ýmsa vegu. Hafa þar áhrif ýmis atriði, kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni og kyn, en einnig má finna orsakir mismununar á þeim auðlindum sem einstaklingurinn býr yfir. Með auðlindum á ég við þætti eins og hæfni, hvers konar þjálfun s.s starfsþjálfun, sjálfsöryggi, frumkvæði og fleira í þessum dúr sem fallið getur undir áunna eiginleika sem hver og einn hefur þroskað með sér og tileinkað sér, í þeim tilgangi að gera sjálfum sér og samfélagi sínu gagn. Er óhætt að segja að uppeldi og menntun gegni hér lykilhlutverki.“ Lengi býr að fyrstu gerð Menntun og uppeldi barna er einmitt það sem við eigum formæðrum okkar svo mikið að þakka ekki bara þeim sem tóku slaginn fyrir 50 árum heldur öllum konum sem ruddu braut jafnréttis og frelsis kvenna - fyrir næstu kynslóðir eins og mig, dóttur mína. Það er þeim að þakka að við höfum skapað samfélagslega innviði fyrir börn, leiksskóla, frístundir og um leið að opna dyr að menntun, atvinnulífi og fjárhagslegu sjálfstæði. Jafnréttið byrjar heima við - með að foreldrar skipta með sér verkum, deila annarri og þriðju vaktinni saman. Svo þarf að hafa sterkar samfélags kvenfyrirmyndir líka, fyrirmyndir sem við sem sem samfélag erum stolt af, konur í stjórnmálum, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, biskupar, dómarar, sýslumenn, lögreglustjóra, frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja og stofnana, kvenn- og kvár fyrirmyndir hafa áhrif á næstu kynslóðir. Hvar verðum við eftir 50 ár? Í aðdraganda þessara tímamóta og í krafti umræðunnar síðustu misserin hef ég velt fyrir mér hvað við, mín kynslóð, kynslóð miðaldra kvenna, vill skilja eftir sig til næstu kynslóðar, til dætra, drengja og stálpa. Sér í lagi að þegar við sjáum ungt fólk fylkja sér um íhaldsama, þjóðernislega hugmyndafræði um hefðbundin kynhlutverk, tala að samfélagsleg hnignun fjölskyldunnar sé vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna, færri börn fæðast, að frelsi konunnar til að mennta sig og stýra barneignum sé aukaatriði því sé mikilvægt að staldra við, best sé horfa til kristilegra gilda kjarnafjölskyldunnar, að konan annast heimili, börn og buru til að tryggja stöðugleika heimilis á meðan karlinn afli tekna. Kunnuglegt stef en óþægilega tengt upphafi ritgerðarinnar sem skrifuð var fyrir 40 árum - þetta er bakslag í hnotskurn. Afturhvarf til fortíðar Í uppeldi foreldra er börnum innrætt lífsviðhorf til framtíðar. Ætlum við að hoppa 50 ár aftur í tímann, ala komandi kynslóðir upp við sömu samfélagslegu veggi sem formæður okkar hafa í meiri en 50 ár reynt að brjóta niður þannig að eftir 50 ár stöndum við á sama stað og fyrir 50 árum? Barátta fyrir mannréttindum og jafnrétti er og verður viðvarandi barátta, hún kann að breytast með ólíkum áherslum og birtingarmyndum eins og sagan hefur sýnt okkur. Með áherslu á ofbeldi, mikilvægi þess að setja mörk, tileinka sér samkennd og hlúa að stöðu og réttinda jaðarsettra hópa. Standa með þeim, styðja og tala fyrir þeirra réttum. Alltaf, allstaðar. Samstaða um mannréttindi skiptir máli Lokaorð ritgerðar eiga jafn vel við í dag og fyrir 40 árum. „Tímabært er að við konur snúum bökum saman. Sé litið til fortíðar og hún höfð að leiðarljósi, sjáum við að ýmislegt hefur áunnist, þó enn sé að mörgu að hyggja. Til skamms tíma álitu konur að vænlegasta leiðin til áhrifa í karlasamfélagi væri að tileinka sér vinnubrögð og verðmætamat karla. Nútíma konur leggja hins vegar áherslu á breytt viðhorf, breytt verðmætamat. Hérna er ekki einungis átt við breytt hugarfar karla gagnvart konum heldur miklu fremur hugarfarsbreytingu kvenna gagnvart kynsystrum sínum. Konur verða gera sér enn betur ljóst að baráttan til jafnréttis hefst á meðal þeirra sjálfra. Þær geta ekki búist við að karlar standi vörð um hagsmuni þeirra. Konur þurfa skilja mikilvægi þess að geta haft áhrif á kaup og kjör, með því að taka virkan þátt í starfi hinu ýmsu hagsmunahópa og samtaka innan vinnumarkaðarins. Einungis með því móti, geta þær verðlagt vinnu sína en þá hlýtur að vera eitt fyrsta skrefið í þá átt að breyta ríkjandi mati á ábyrgð og eðli hinna hefðbundnu kvennastarfa. Þegar konur hafa náð að tileinka sér þennan boðskap tel ég greiða leið framundan.“ Takk Mamma Takk fyrir uppeldið og innrætið Til hamingju með daginn - áfram konur og kvár Baráttunni er ekki lokið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega 40 árum var skrifuð kandídatsritgerð við Háskóla Íslands sem ber heitið Konan - Vinnan - Kjörin. Strax í inngangi hennar er kjarni kvennabaráttunnar fangaður en þar segir að: „Einstaklingum er mismunað á ýmsa vegu. Hafa þar áhrif ýmis atriði, kynþáttur, trúarbrögð, þjóðerni og kyn, en einnig má finna orsakir mismununar á þeim auðlindum sem einstaklingurinn býr yfir. Með auðlindum á ég við þætti eins og hæfni, hvers konar þjálfun s.s starfsþjálfun, sjálfsöryggi, frumkvæði og fleira í þessum dúr sem fallið getur undir áunna eiginleika sem hver og einn hefur þroskað með sér og tileinkað sér, í þeim tilgangi að gera sjálfum sér og samfélagi sínu gagn. Er óhætt að segja að uppeldi og menntun gegni hér lykilhlutverki.“ Lengi býr að fyrstu gerð Menntun og uppeldi barna er einmitt það sem við eigum formæðrum okkar svo mikið að þakka ekki bara þeim sem tóku slaginn fyrir 50 árum heldur öllum konum sem ruddu braut jafnréttis og frelsis kvenna - fyrir næstu kynslóðir eins og mig, dóttur mína. Það er þeim að þakka að við höfum skapað samfélagslega innviði fyrir börn, leiksskóla, frístundir og um leið að opna dyr að menntun, atvinnulífi og fjárhagslegu sjálfstæði. Jafnréttið byrjar heima við - með að foreldrar skipta með sér verkum, deila annarri og þriðju vaktinni saman. Svo þarf að hafa sterkar samfélags kvenfyrirmyndir líka, fyrirmyndir sem við sem sem samfélag erum stolt af, konur í stjórnmálum, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, biskupar, dómarar, sýslumenn, lögreglustjóra, frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja og stofnana, kvenn- og kvár fyrirmyndir hafa áhrif á næstu kynslóðir. Hvar verðum við eftir 50 ár? Í aðdraganda þessara tímamóta og í krafti umræðunnar síðustu misserin hef ég velt fyrir mér hvað við, mín kynslóð, kynslóð miðaldra kvenna, vill skilja eftir sig til næstu kynslóðar, til dætra, drengja og stálpa. Sér í lagi að þegar við sjáum ungt fólk fylkja sér um íhaldsama, þjóðernislega hugmyndafræði um hefðbundin kynhlutverk, tala að samfélagsleg hnignun fjölskyldunnar sé vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna, færri börn fæðast, að frelsi konunnar til að mennta sig og stýra barneignum sé aukaatriði því sé mikilvægt að staldra við, best sé horfa til kristilegra gilda kjarnafjölskyldunnar, að konan annast heimili, börn og buru til að tryggja stöðugleika heimilis á meðan karlinn afli tekna. Kunnuglegt stef en óþægilega tengt upphafi ritgerðarinnar sem skrifuð var fyrir 40 árum - þetta er bakslag í hnotskurn. Afturhvarf til fortíðar Í uppeldi foreldra er börnum innrætt lífsviðhorf til framtíðar. Ætlum við að hoppa 50 ár aftur í tímann, ala komandi kynslóðir upp við sömu samfélagslegu veggi sem formæður okkar hafa í meiri en 50 ár reynt að brjóta niður þannig að eftir 50 ár stöndum við á sama stað og fyrir 50 árum? Barátta fyrir mannréttindum og jafnrétti er og verður viðvarandi barátta, hún kann að breytast með ólíkum áherslum og birtingarmyndum eins og sagan hefur sýnt okkur. Með áherslu á ofbeldi, mikilvægi þess að setja mörk, tileinka sér samkennd og hlúa að stöðu og réttinda jaðarsettra hópa. Standa með þeim, styðja og tala fyrir þeirra réttum. Alltaf, allstaðar. Samstaða um mannréttindi skiptir máli Lokaorð ritgerðar eiga jafn vel við í dag og fyrir 40 árum. „Tímabært er að við konur snúum bökum saman. Sé litið til fortíðar og hún höfð að leiðarljósi, sjáum við að ýmislegt hefur áunnist, þó enn sé að mörgu að hyggja. Til skamms tíma álitu konur að vænlegasta leiðin til áhrifa í karlasamfélagi væri að tileinka sér vinnubrögð og verðmætamat karla. Nútíma konur leggja hins vegar áherslu á breytt viðhorf, breytt verðmætamat. Hérna er ekki einungis átt við breytt hugarfar karla gagnvart konum heldur miklu fremur hugarfarsbreytingu kvenna gagnvart kynsystrum sínum. Konur verða gera sér enn betur ljóst að baráttan til jafnréttis hefst á meðal þeirra sjálfra. Þær geta ekki búist við að karlar standi vörð um hagsmuni þeirra. Konur þurfa skilja mikilvægi þess að geta haft áhrif á kaup og kjör, með því að taka virkan þátt í starfi hinu ýmsu hagsmunahópa og samtaka innan vinnumarkaðarins. Einungis með því móti, geta þær verðlagt vinnu sína en þá hlýtur að vera eitt fyrsta skrefið í þá átt að breyta ríkjandi mati á ábyrgð og eðli hinna hefðbundnu kvennastarfa. Þegar konur hafa náð að tileinka sér þennan boðskap tel ég greiða leið framundan.“ Takk Mamma Takk fyrir uppeldið og innrætið Til hamingju með daginn - áfram konur og kvár Baráttunni er ekki lokið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun