Erlent

Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Lands­bankans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Kvennaverkfallið verður í fyrirrúmi í fréttatímanum nú í hádeginu. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir dagskrá á Asturvelli síðar í dag og í öðrum sveitarfélögum hófst hún jafnvel strax í morgun. 

Við heyrum í skipuleggjendum sögugöngunnar sem gengin verður frá Hljómskálagarðinum og að Arnarhóli á eftir og tökum púlsinn á konum á Akureyri sem byrjuðu strax fyrir hádegi með sína viðburði. 

Einnig fjöllum við um breytingar á lánaframboði Landsbankans sem kynntar voru í morgun og ræðum við bankastjórann um þær. 

Að auki fjöllum við áfram um húsleit sem gerð var á nokkrum stöðum í gær og handtökur stjórnenda hjá félögunum Kubbi og Terra.

Í sportinu fjöllum við svo um Bónusdeildina í körfubolta en þar eru Grindvíkingar nú einir með fullt hús stiga eftir sigur í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×