Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa 24. október 2025 11:01 Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun