Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:44 Langflestir svarenda telja að meira halli á konur í íslensku samfélagi en athylgi vekur að yngra fólk, bæði karlar og konur, eru langtum líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að finnast meira hallað á karla. Vísir/Vilhelm Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%. Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%.
Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira