Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 23. október 2025 22:33 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03
Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27