Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2025 12:44 Þrátt fyrir mikið framboð af nýjum eignum seljast þær ekki. Jónas Atli Gunnarsson telur að verktakar vilji frekar bíða með sölu en lækka verð. Þeir virðist því hafa nóg milli handanna, því það sé líka dýrt að bíða. Vísir Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund nýjum íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna. Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar versta staða hópanna síðustu tíu ár,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar íbúðir vanýttar. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum. Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar versta staða hópanna síðustu tíu ár,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar íbúðir vanýttar. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum.
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent