Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 19:47 Íslensku landsliðsmennirnir þurfa að koma íslenska landsliðinu meðal átta bestu þjóða Evrópu ef þeir ætla að vera með á nýja stórmótinu. Vísir/Vilhelm Á tímum þegar flestum þykir löngu kominn tími til að fækka stórmótum í handbolta og minnka álagið á besta handboltafólk heims þá fer evrópska handboltasambandið í þveröfuga hátt. HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira