Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 15:32 Arne Slot hefur um margt að hugsa þessa dagana EPA/ERDEM SAHIN Mikil töf á ferðalagi Liverpool til Frankfurt mun ekki hafa mikil áhrif á liðið samkvæmt þjálfara Púllara, Arne Slot. Liverpool leitast eftir því að komast á sigurbraut eftir fjögurra leikja taphrinu. Slot neyddist til að aflýsa blaðamannafundi sem átti að fara fram í gær þar sem flug Liverpool-liðsins frá John Lennon-flugvelli til Frankfurt í gær tafðist um fjóra klukkutíma sökum vélarvandræða á flugvél liðsins. Vélin tók á loft klukkan átta í gærkvöld og rétt náði í tíma á Frankfurt-flugvöll sem lokar yfir nótt. „Þetta hefur ekki áhrif á undirbúning fyrir leik morgundagsins,“ sagði Slot við LFC TV, miðil enska félagsins, í gær. Liverpool mætir Eintracht Frankfurt í kvöld. „Við æfðum á æfingavelli okkar. Venjulega hefðum við farið yfir til Frankfurt nokkrum klukkustundum fyrr en við komum aðeins á eftir áætlun. En þetta er engin afsökun fyrir leikinn,“ segir Slot. Ryan Gravenberch verður ekki með Liverpool í kvöld vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í 2-1 tapi fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á sunnudag. Um var að ræða fjórða tap Liverpool í röð í öllum keppnum, þar á meðal tapaði liðið fyrir Galatasaray frá Tyrklandi í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni. Búist er við því að Hugo Ekitiké byrji leik kvöldsins á sínum gamla heimavelli en hann var keyptur til Liverpool frá Frankfurt í sumar. Leikur Eintracht Frankfurt og Liverpool hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Sýn Sport 2. Leiknum verður einnig fylgt eftir ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Slot neyddist til að aflýsa blaðamannafundi sem átti að fara fram í gær þar sem flug Liverpool-liðsins frá John Lennon-flugvelli til Frankfurt í gær tafðist um fjóra klukkutíma sökum vélarvandræða á flugvél liðsins. Vélin tók á loft klukkan átta í gærkvöld og rétt náði í tíma á Frankfurt-flugvöll sem lokar yfir nótt. „Þetta hefur ekki áhrif á undirbúning fyrir leik morgundagsins,“ sagði Slot við LFC TV, miðil enska félagsins, í gær. Liverpool mætir Eintracht Frankfurt í kvöld. „Við æfðum á æfingavelli okkar. Venjulega hefðum við farið yfir til Frankfurt nokkrum klukkustundum fyrr en við komum aðeins á eftir áætlun. En þetta er engin afsökun fyrir leikinn,“ segir Slot. Ryan Gravenberch verður ekki með Liverpool í kvöld vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í 2-1 tapi fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á sunnudag. Um var að ræða fjórða tap Liverpool í röð í öllum keppnum, þar á meðal tapaði liðið fyrir Galatasaray frá Tyrklandi í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni. Búist er við því að Hugo Ekitiké byrji leik kvöldsins á sínum gamla heimavelli en hann var keyptur til Liverpool frá Frankfurt í sumar. Leikur Eintracht Frankfurt og Liverpool hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Sýn Sport 2. Leiknum verður einnig fylgt eftir ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira