Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. október 2025 08:47 Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun