Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 22. október 2025 08:15 Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun