Innlent

Stopp á fast­eigna­markaði, Miðflokkur á flugi og fegurðar­sam­keppni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn.

Miðflokkurinn er á flugi í nýrri könnun Maskínu og bætir við sig fimm prósentustigum á milli mánaða. Við ræðum við stjórnmálafræðing um stöðuna í pólitíkinni. Þá heyrum við í dómsmálaráðherra sem vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað.

Konur eru hvattar til þess að leggja niður störf á föstudag þegar fimmtíu ár verða liðin frá Kvennafrídeginum. Einn skipuleggjanda mætir í myndver, segir frá kröfunum og fer yfir praktísk atriði.

Þá verður Kristján Már Unnarsson með áhugaverða frétt um stóra olíuleit við Grænland. Líklegt þykir að þjónustu við hana verði að einhverju leyti sinnt frá Íslandi.

Auk þess verðum við í beinni frá nýjum stjörnuskoðunarstað í Garðabæ og frá Gamla bíó þar sem fegurðarsamkeppni ungra kvenna fer fram í kvöld.

Í Sportinu heyrum við í nýjum þjálfara Breiðabliks og í Íslandi í dag hittum við fimleikastjörnu og gleðigjafa sem hefur með jákvæðu hugarfari tekið sjaldgæft heilkenni sem hún greindist með í sátt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×