Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar 21. október 2025 08:31 Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun