Lífið

Inn­lit í þriggja hæða veitinga­staðinn Bryggju­húsið sem er í húsi frá 1863

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrefna og Ýmir endurgerðu þetta sögufræga hús.
Hrefna og Ýmir endurgerðu þetta sögufræga hús.

Glænýr veitingastaður Bryggjuhúsið í miðbæ Reykjavíkur var að opna í einu af elstu húsum bæjarins á Vesturgötunni sem byggt var árið 1863.

Þau Hrefna Ósk Benediktsdóttir og Ýmir Björgvin Arthúrsson reka staðinn fyrir eiganda hússins sem er Breti búsettur í Tansaníu. Sá hringdi í þau í apríl í fyrra og bað þau hjónin um að taka verkefnið að sér.

„Við sögðum við hann, ert þú alveg búinn að tapa glórunni enda var þetta alls ekki á dagskrá hjá okkur,“ segir Ýmir.

Maturinn ku vera á heimsmælikvarða. Verðlauna kokkurinn Ómar Stefánsson sem unnið hefur á Michelin veitingastöðum töfrar þar fram ævintýralega góða rétti sem ekki hafa sést annars staðar.

Og innréttingarnar eru í gömlum klassískum og notalegum stíl eins og þær hafi alltaf verið á staðnum. Vala Matt fór og skoðaði þetta sögufræga hús bæði að utan og innan og kannaði einnig matseðilinn.

Upplifun, ekki veitingastaður

„Við ákváðum að skoða þetta en við seljum upplifun og kunnum ekkert annað. Við vorum því aldrei að fara hanna veitingarstað og því við hönnuðum í raun leikmynd í þessu fallega sögufræga húsi. Hér getum við verið með fimm hundruð manna veislur og allskonar minni veislur. Svo erum við með veitingastaðinn okkar, eða ég vill kalla þetta upplifunarstað með fullt af mat og drykk,“ segir Ýmir.

„Ferlið að endurgera húsið hófst í janúar febrúar og þetta ferli er í raun búið að taka mjög stuttan tíma,“ segir Hrefna.

„Við vildum gera stað þar sem fólk mætir og vill vera lengi og hafa það kósý,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.